fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Bernsku minnar Vesturver með hljómsveitum og bóndabæ sem hugurinn girntist

Egill Helgason
Laugardaginn 15. september 2018 14:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi mynd sýnir Vesturver, en það var nokkurs konar verslanamiðstöð sem var á neðstu hæð Morgunblaðshússins í Aðalstræti. Reyndar náði verslanarrýmið líka niður í kallara og upp á millihæð. Á sínum tíma voru byggðar litlar verslanamiðstöðvar í bænum sem hétu Suðurver og Austurver – jú, svo var Vesturver – en Norðurver leit aldrei dagsins ljós svo ég viti.

Í Vesturveri voru nokkrar búðir. Sú eftirminnilegasta var hljómplötuverslun Sigríðar Helgadóttur – þangað fór maður að skoða plötur. Svo var þarna bókabúð Lárusar Blöndal sem seldi Melody Maker – það var blað sem maður varð að skoða ef maður vildi fylgjast með í tónlistinni. Melody Maker var tónlistarblað sem rakti sögu sína til 1927, um aldamótin síðustu rann það saman við keppinautinn New Musical Express – nú er NME líka hætt að koma út.

Um tíma var þarna í kjallaranum afar smart tískuverslun sem hét Adam. Þar inni var einkennilega blá birta og sæti sem þóttu nýstárleg – grjónastólar heitir þetta líklega – maður gerði sér sérstakar ferðir þarna inn til að skoða herlegheitin þótt ekki færi maður til að versla.  Það sakaði ekki að verslunarstjóri var poppstjarnan Jónas R. Jónsson.

Í Vesturveri voru líka seldir aðgöngumiðar á ýmsa viðburði. En mest man ég eftir leikfangabúðinni. Út í glugga Vesturvers var stillt upp forláta búgarði. Þetta voru bóndabær, hlaða, gripahús og -stíur, girðingar og limgerði, auk dýra, þar voru kindur, kýr, svín, hross, hænsn og hundur, allt á grænu undirlagi. Ég gerði mér margar ferðir í Vesturver til að skoða þessa dýrð. Fór svo að selja blöð og náði að safna mér fyrir búgarðinum. Það var sem betur fer ekki búið að selja hann þegar ég náði loka að öngla peningunum saman og kaupa hann. Seinna sagði Illugi vinur minn mér að sér og systur sinni Elísabetu hefði líka orðið starsýnt á þennan dásamlega bóndabæ.

Á 17. júní þegar voru haldin böll í Miðbænum voru spiluðu hljómsveitir á pallinum framan við Vesturver. Hallærisplanið var náttúrlega handan götunnar. Ég man eftir að hafa séð þar Flowers leika Bítlalagið Every Little Thing, í útsetningu sem var undir áhrifum frá Yes  – þá voru í hljómsveitinni Karl Sighvatsson, Gunnar Jökull og Björgvin Halldórsson. Ég var lítill strákur með óbilandi áhuga á rokki og poppi, man ekki síst eftir því hvað sumir hljómsveitarmeðlimir voru í töff hvítum skóm.

https://www.youtube.com/watch?v=dcVS6IfpzRM

Seinna man ég eftir að hafa séð áðurnefndan Jónas R. fyrir framan Vesturver með Brimkló. Það var nokkrum árum síðar, því þeir fluttu meðal annars Steely Dan lagið Rikki Don´t Lose That Number. Það var í fyrsta skipti sem ég hafði pata af þeirri hljómsveit. Ég sé í gömlum blöðum á timarit.is að þetta hefur verið 5. ágúst 1974, þegar var haldið upp á  1100 ára afmæli Íslandsbyggðar í Reykjavík – um verslunarmannahelgi. Þetta var gríðarmikil samkoma sem stóð í marga daga – en mér hefur fundist eins og enginn muni eftir þessu lengur. Það var meira að segja kveikt bál á Arnarhóli sem logaði alla dagana – eins og á Ólympíuleikunum.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG