fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Þorsteinn Víglundsson: „Ekki sérstaklega merkilegur árangur í íslensku sveiflunni að skila ríkissjóði með afgangi “

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. september 2018 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í gær. Fyrstu umræðu lýkur í dag með þátttöku fagráðherra um einstaka málaflokka.

Fréttablaðið greinir frá því Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, hafi gert lítið úr orðum Bjarna Benediktssonar í gær þegar rætt var um stöðu ríkissjóðs.

Bjarni hafði bent á þá góðu stöðu sem þjóðarbúið væri í og hversu mikilvægt væri að styrkja félagslegan og efnahagslegan stöðugleika:

„Efnahagsuppbygging síðustu ára hefur skilað miklum árangri. Afgangur af viðskiptajöfnuði og af afkomu hins opinbera endur speglast í auknum þjóðhagslegum sparnaði en auk þess sem skuldir ríkissjóðs hafa verið lækkaðar hafa háar fjárhæðir verið greiddar inn á lífeyrisskuldbindingar.“

Þorsteinn svaraði að bragði, að allir skattar væru í hæstu hæðum og vildi vita hvaða skattar yrðu hækkaðir til að stemma af 200 milljarða útgjöld næstu fimm ára:

 „Það er ekki sérstaklega merkilegur árangur í íslensku sveiflunni að skila ríkissjóði með afgangi á þessum tímapunkti. Það er hins vegar alveg sérstaklega merkilegur árangur að ná að eyða öllum þeim peningum.“

Bjarni sagði þá að ekki stæði til að hækka neina skatta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus