fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Norðurlöndin sögð gegna hlutverki í baráttunni gegn hlýnandi loftslagi

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. september 2018 12:30

Áhrifa loftslagsbreytinganan gætir víða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftslagsbreytingarnar eru nú svo örar að vísindamenn hafa engin tök á að sjá þróunina fyrir. Þetta var boðskapurinn þegar Norðurlandaráð ræddi hnattræna hlýnun á septemberfundi sínum í Nuuk á Grænlandi. Skilaboðin voru einnig þau að Norðurlöndin hefðu hlutverki að gegna, samkvæmt vefsetri norræns samstarfs.

Umræðurnar hófust á fyrirlestrum Thomas Juul Pedersen, vísindamanns á náttúrufræðistofnun Grænlands, og Nils Westergaard, framkvæmdastjóra hafsviðs Arktisk Kommando sem er sú deild danska hersins sem fer með eftirlit á Grænlandi.

Þeir lýstu loftslagsbreytingunum á norðurskautinu hvor frá sínum sjónarhóli undir yfirskriftinni Loftslagsbreytingar – þær sem hafa átt sér stað og þær sem búist er við.

Loftslagsbreytingar eru staðreynd

Skilaboð þeirra voru þau sömu. Loftslagsbreytingar eru staðreynd. Það sést ekki síst á Grænlandi þar sem afleiðingarnar geta orðið afdrifaríkar þegar jökulhettan bráðnar.

„Loftslagsbreytingar eru staðreynd, þær eru ekki vangaveltur. Og hér á norðurskautinu finnum við meira fyrir þeim en annars staðar. Það kemur meira að segja vísindamönnunum á óvart hversu hraðar þær eru. Forspár vísindamanna um framgang loftslagsbreytinga eru strax orðnar úreltar. Allt breytist hraðar en nokkur leið er að sjá fyrir,“

sagði Thomas Juul Pedersen.

Minni ís í höfunum

Nils Westergaard og samstarfsmenn hans á Arktisk Kommando fara ekki varhluta af afleiðingum hnattrænnar hlýnunar í daglegum störfum sínum. Nýjar íslausar siglingaleiðir stækka hafsvæðin sem þarf að hafa eftirlit með. Að sögn Westergaard er nú einnig að finna íslaus svæði norðan við Grænland.

„Þetta er áskorun. Við verðum að átta okkur á því að um leið og hafið verður aðgengilegt þá sækir þangað fólk til þess að nýta auðlindirnar sem þar eru fyrir hendi.“

Michael Tetzschner, forseti Norðurlandaráðs, fullyrti í máli sínu að loftslagsbreytingar væru meðal stærstu áskorana samtímans. Hann telur einnig að Norðurlöndin hafi hlutverki að gegna á þessu sviði.

„Norðurlandaráð hefur ákveðið að leggja aukna áherslu á vinnu sem tengist sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þar eru loftslagsbreytingar að sjálfsögðu afar mikilvægar. Hægt er að benda á góð dæmi frá okkar svæði til þess að auka þekkingu, einnig annars staðar í heiminum. Og við þurfum einnig sjálf að sækja þekkingu til annarra,“

sagði Tetzner.

Norðurlöndin eru góð í lausnum

Karin Gaardsted (flokkahópi jafnaðarmanna) talaði einnig fyrir norrænu samstarfi.

„Ég tel að margir möguleikar séu fyrir hendi varðandi norrænt samstarf á þessu sviði. Við erum góð í að finna frumlegar lausnir á vandamálum hér á Norðurlöndum,“

sagði Karin.

Þetta er í fyrsta sinn frá stofnun Norðurlandaráðs sem það kemur allt saman á fundi á Grænlandi. Dagskrá fundarins mótaðist mjög af fundarstaðnum en í henni var mikil áhersla lögð á loftslagsmál og sjálfbærni. Fundirnir voru haldnir 12.-14. september.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus