fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Gagnrýnir borgaryfirvöld fyrir tafir á bótagreiðslum: „Nú fjórum mánuðum síðar eru leigjendur orðnir óþreyjufullir og jafnvel kvíðnir“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. september 2018 14:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, vekur athygli á því að Reykjavíkurborg hafi ekki ennþá endurgreitt öllum leigjendum Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, sérstakar húsaleigubætur, afturvirkt með dráttarvöxtum, líkt og samþykkt var í borgarráði þann 3. maí síðastliðinn í kjölfar úrskurðs Hæstaréttar.

Árið 2015 höfðaði einn leigjandi Brynju hússjóðs mál gegn Reykjavíkurborg þar sem honum hafði verið synjuð umsókn um sérstakar húsaleigubætur á þeim forsendum að hann leigði húsnæði hjá hússjóði Öryrkjabandalagsins, en ekki hjá Félagsbústöðum eða á almennum markaði. Höfðaði hann mál gegn Reykjavíkurborg á þeim forsendum að óheimilt væri að mismuna borgurum eftir búsetu.

Héraðsdómur Reykjavíkur tók kröfu leigjandans til greina og  var synjun Reykjavíkurborgar felld úr gildi, þann 17. apríl 2015. Dómstóllinn komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði með ólögmætum hætti takmarkað óhóflega og með ómálefnalegum hætti skyldubundið mat sitt á aðstæðum fólks. Síðar fór málið fyrir Hæstarétt hvar niðurstaðan var staðfest.

Reykjavíkurborg fól velferðarsviði borgarinnar að afgreiða kröfurnar, til allra leigjenda Brynju hússjóðs, án tillits til þess hvort þau áttu umsókn inni eða ekki. Einnig var samþykkt að greiða dráttarvexti af öllum kröfum, aftur í tímann, án tillits hvort gerð hafði verið krafa um dráttarvexti eða ekki.

Óljós svör leiða til kvíða

Kolbrún segist ekki vita hvar málið standi innan velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, en veit þó til þess að margir leigjendur hafi enn ekki fengið neina endurgreiðslu, þó svo komnir séu rúmir fjórir mánuðir frá ákvörðun borgaryfirvalda um endurgreiðslurnar:

„Þeir leigjendur sem leitað hafa til mín segja svör borgarinnar afar óljós og jafnvel séu engin svör veitt. Ég veit ekkert hversu margir hafa fengið endurgreitt, ef einhverjir, en þetta eru eitthvað um 460 manns. Þessi ákvörðun var tekin rétt fyrir kosningar og glöddust þá margir, en nú fjórum mánuðum síðar eru leigjendur orðnir óþreyjufullir og jafnvel kvíðnir yfir því að þetta sé ekkert að koma, því þetta er auðvitað baráttumál til 10 ára,“

segir Kolbrún sem hyggst taka málið upp á borgarráðsfundi á fimmtudag.

Eyjan hefur sent fyrirspurn til Reykjavíkurborgar vegna málsins og væntir svara bráðlega.

 

Bókun borgarráðs frá 3. maí er eftirfarandi:

Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 728/2015 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði verið óheimilt að synja umsækjenda um sérstakar húsaleigubætur á þeim forsendum að hann leigði íbúð af Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins. Á grundvelli þessa dóms hefur nú þegar verið gengið frá greiðslum til allra þeirra sem eru í samskonar aðstæðum og umræddur dómur tekur til og uppfylla kröfur um greiðslur sérstakra húsaleigubóta að öðru leyti. Dómurinn tekur hins vegar ekki á því álitaefni hvort leigjendur Brynju, hússjóðs ÖBÍ, sem ekki höfðu lagt inn umsókn, ættu rétt til sérstakra húsaleigubóta. Því er lagt til að borgarráð samþykki að fela velferðarsviði Reykjavíkurborgar að afgreiða kröfur um greiðslu sérstakra húsaleigubóta frá leigjendum Brynju, hússjóðs ÖBÍ, án tillits til þess hvort að umsókn hafi legið fyrir, sbr. nánari umfjöllun í meðfylgjandi minnisblaði. Þá er einnig lagt til að velferðarsvið Reykjavíkurborgar greiði dráttarvexti til þeirra sem eiga rétt á greiðslum sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann án þess að gerð sé sérstök krafa um það. Jafnframt er lagt til að velferðarsvið leiti liðsinnis Öryrkjabandalagsins við að vekja athygli þeirra einstaklinga sem hugsanlega eiga rétt til greiðslu sérstakra húsaleigubóta aftur í tímann í samræmi við tillögu þessa. R17080174

Samþykkt.

Fylgigögn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG