fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Fossar markaðir fá kauphallaraðild að Nasdaq

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. september 2018 16:30

Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fossar markaðir hf. hafa fengið aðild að kauphöllum Nasdaq í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Með því eru Fossar fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið í meira en áratug til að tengjast erlendum kauphöllum beint með þessum hætti, segir í tilkynningu.

Fyrirtækið getur frá og með næstkomandi mánudegi, 17. september, átt bein og milliliðalaus viðskipti með öll verðbréf sem skráð eru í Nasdaq Copenhagen og Nasdaq Stockholm kauphallirnar.

Markaðsviðskipti hafa frá stofnun Fossa markaða árið 2015 verið kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Síðan hafa fyrirtækjaráðgjöf og sértæk þjónusta við fagfjárfesta bæst við starfsemina samhliða uppbyggingu á þjónustu fyrir viðskiptavini á mörkuðum víðs vegar um heiminn. Fossar eru með aðgang og samstarfssamninga við erlendar sjóðastýringar og greiningarfyrirtæki, auk aðgangs að fjárfestingakostum út um allan heim hvort sem það er beinn markaðsaðgangur að kauphöllum eða aðgangur að sjóðastýringum.

Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða, segir aðildina góða viðbót:

„Fossar eru fjármálafyrirtæki með starfsemi á alþjóðavísu. Með aðild að kauphöllum Nasdaq í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi eflum við þá starfsemi enn frekar og getum nú þjónustað viðskiptavini okkar, jafnt innlenda sem erlenda, enn betur á mörkuðum á Norðurlöndum. Þetta er góð viðbót við þann víðtæka aðgang sem Fossar hafa að mörkuðum út um allan heim. Í gegnum Fossa fá viðskiptavinir aðgang að fjölbreyttum fjárfestingakostum og alla þjónustu á einum stað.“

Sylvester Andersen, sölustjóri Nasdaq Copenhagen, segir um ákveðin tímamót að ræða:

„Við óskum Fossum mörkuðum hjartanlega til hamingju með aðgang sinn að Nasdaq Copenhagen og Nasdaq Stockholm. Um ákveðin tímamót er að ræða því þetta eru fyrsta kauphallaraðild íslensks fjármálafyrirtækis á erlendum markaði í áratug eða svo. Við hlökkum til þjóna íslenskum fjármálamarkaði í áframhaldandi þróun markaðarins og efla þessi mikilvægu tengsl enn frekar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna