fbpx
Eyjan

Brynjar saknar Birgittu – „Hún er eiginlega líka miðaldra karl“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. september 2018 14:47

Ljósmynd: DV/Hanna

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki þekktur fyrir aðdáun sína á Pírötum en þrátt fyrir það viðurkennir hann sakni hennar af Alþingi. Hann segist reyndar sakna fleiri fyrrverandi þingmanna.

„Frábær grein hjá Vilhjálmi Bjarnasyni, fyrrum þingmanni, í Mogganum í morgun. Ég sakna hans ekki síður en Ögmundar, Össurar og Einars K. Ég sakna meira að segja Birgittu því hún er eiginlega líka miðaldra karl. Vilhjálmur hafði fyrir sið á hverjum morgni meðan hann gegndi þingmennsku að opna hurðina á skrifstofu minni og tilkynna mér að ég væri fáviti. Svona menn eru snillingar,“ segir Brynjar.

Valgerður Bjarnadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar athugasemd og segir: „Kona finnur nú andann. Hm.“ Brynjar biðst undir eins afsökunar og segir: „Æ, bara gleymdi þér Vala mín. Sakna þín meira en allra hinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samanburður við lýðveldishátíð og kristnitökuafmæli út í hött

Samanburður við lýðveldishátíð og kristnitökuafmæli út í hött
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Félagsbústaðir fá fjárveitingu – Utangarðsfólk fær smáhýsi

Félagsbústaðir fá fjárveitingu – Utangarðsfólk fær smáhýsi