fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Brynjar gefur lítið fyrir Pírata og Samfylkingu: „Þessi pólitík snýst alltaf bara um eitthvert upphlaup, oftast algjört bull”

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 14. september 2018 22:00

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir Pírata og Samfylkinguna, telur hann þessa tvo stjórnarandstöðuflokka um að grípa eitthvað vinsælt og tala hátt um það. Brynjar hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2013, hann er nú 2. varaforseti Alþingis og situr í bæði stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem og efnahags- og viðskiptanefnd. Í ítarlegu viðtali við Brynjar í helgarblaði DV ræðir hann meðal annars um notkun sína á samfélagsmiðlum, þar á hann það til að láta fólk heyra það.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Gefur lítið fyrir Pírata og Samfylkinguna

Á samfélagsmiðlum veigrar Brynjar sér ekki við að skamma þá sem hann telur það eiga skilið. „Þegar ég læt menn heyra það, þá er um að ræða fólk sem er búið að hrauna yfir einhverja aðra með ómálefnalegum hætti. Það er fyrst og fremst stóryrt fólk sem ég er aðallega að pota í. Ég ræðst almennt ekki á fólk sem á erfitt.“

Þegar farið er gróflega yfir skotmörk Brynjars virðist sem það séu helst Píratar og Samfylkingin sem hann hafi í sigtinu.

Fara þessir flokkar í taugarnar á þér?

„Eins ágætt fólk og það er þá finnst mér oft eins og ég sé að tala við einhverja á röngum stað í tilverunni. Píratar eru ekki að tala um neina pólitík, þeir eru bara eins og hverjir aðrir teknókratar, vilja að fá að vita hvar óskráðu reglurnar eru skráðar og eru alltaf að reyna að koma höggi á einhvern. Menn eru alltaf að ráðast á aðra stjórnmálamenn og saka um spillingu. Þau eru ekki að hugsa um samkeppnishæfni fyrirtækja eða hvað stendur undir velferð þjóðarinnar. Þegar maður lætur hagsmuni atvinnulífsins sig varða þá er maður sakaður um að standa með sérhagsmunum. Samfylkingin og Píratar, ég veit ekki fyrir hvaða pólitík þetta fólk stendur,“ segir Brynjar. „Þau grípa eitthvað sem er vinsælt og tala hátt um það. Þessi pólitík snýst alltaf bara um eitthvert upphlaup, oftast algjört bull, ekki hvað gagnast landi og þjóð. Að því leytinu gef ég lítið fyrir þessa flokka tvo.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun