fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Útvarpsstjóri hughreystir starfsmenn varðandi niðurskurð og uppsagnir, í tölvupósti: „Að svo stöddu höfum við enga ástæðu til að óttast slíkt“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. september 2018 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, sendi í gær hughreystandi tölvupóst á alla starfsmenn stofnunarinnar, þar sem hann slær á áhyggjur þeirra sem óttuðust uppsagnir í kjölfar þess að Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, boðaði 560 milljóna króna skerðingu á auglýsingastarfssemi RÚV, til þess að jafna hlut einkarekinna fjölmiðla.

Í orðsendingunni, sem Eyjan hefur undir höndum, segir Magnús Geir að engin ástæða sé til að óttast niðurskurð eða uppsagnir:

„Kæru samstarfsmenn. Að gefnu tilefni vil ég láta ykkur vita að ég hef enga ástæðu til að ætla að fréttir dagsins muni þýða skerta þjónustu eða niðurskurð hjá RÚV. Einhverjir starfsmenn hafa í dag túlkað fréttir um tillögur um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á þann veg að framundan séu uppsagnir og samdráttur í þjónustu almannamiðilsins. „560 milljóna skerðing RÚV“ var enda fyrsta fyrirsögnin sem birtist eftir kynningu menntamálaráðherra á tillögum að bættu rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Ugglaust hefur margur RÚVarinn hugsað með sér: „Byrjar þetta, enn á ný“.   – Skiljanlega, enda hefur óneitanlega margt gengið á allt frá hruni og RÚV verið skorið niður og skert ítrekað. Að svo stöddu höfum við enga ástæðu til að óttast slíkt.“

 

Tekjumissirinn bættur

Magnús Geir tekur undir tillögur Lilju og bendir á að ráðherrann hafi sjálfur tekið fram að tekjumissirinn í kjölfar þrengri skorða auglýsingadeildarinnar, verði bættur upp með öðrum hætti:

„Um tillögurnar er a.m.k. þrennt að segja:

  1. Við erum líklega öll sammála um mikilvægi margbreytilegrar fjölmiðlaflóru sem hefur það markmið eitt að almenningur fái sem mesta, besta og fjölbreytilegasta þjónustu. Því hljótum við öll að fagna því að aðstaða einkarekinna fjölmiðla sé bætt. Það er mikilvægt og jákvætt skref.
  2. Í viðtali í fréttum klukkan fjögur sagði ráðherra að RÚV verði bættur hver sátekjumissir sem hlytist af mögulegum skerðingum á auglýsingatekjum. Þar lagði hún sérstaka áherslu á að hún vildi sterkt Ríkisútvarp, “Við viljum hafa Ríkisútvarpið öflugt og sá tekjumissir sem þeir verða fyrir – við munum finna því nýjan farveg”, án þess að nefna útfærslu eða hvernig bæta ætti þennan mögulega niðurskurð.
  3. Enn sem komið er, eru þetta tillögur. Þær hafa verið í vinnslu um hríð, ólíkar nefndir hafa fengið verkefnið með mismunandi formerkjum og komist að mismunandi niðurstöðum, sumar tala fyrir skerðingum á auglýsingamarkaði, aðrar ekki. Tillögur ráðherra fara nú í „opið samráðsferli“ og endanleg niðurstaða liggur því ekki fyrir.“

Ánægja með RÚV

Útvarpsstjóri vísar einnig í almenningsálitið, sem sé hliðhollt stofnuninni og ætlunin sé að rísa undir þeirri kröfu sem gerð er til RÚV:

„Það er rétt að halda því til haga að almenningur er á sama máli og ráðherra um að vilja öflugt Ríkisútvarp. Það sýna kannanir ítrekað, hvort sem er á vegum RÚV eða annarra. Þær sýna glögglega að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er ánægður með RÚV, treystir RÚV og óskar þess að þjónusta RÚV verði ekki skert. – En almenningur gerir líka ríkulegar kröfur til RÚV á móti. Það er hið eðlilega samhengi. Að fjárframlagi frá almenningi fylgi krafa. Krafa um sjálfstæði, gæði, sjálfsgagnrýni, þor… og um vandaða íslenska dagskrá af öllu tagi. Við ætlum að rísa undir þeirri kröfu sem fyrr og munum óhrædd færa rök fyrir almannaþjónustunni, fjölmiðlun sem hefur enga hagsmuni aðra en hagsmuni almennings að leiðarljósi. Með bestu kveðjum, Magnús Geir.“

 

Tölvupósturinn í heild sinni:

 

Kæru samstarfsmenn,

 

Að gefnu tilefni vil ég láta ykkur vita að ég hef enga ástæðu til að ætla að fréttir dagsins muni þýða skerta þjónustu eða niðurskurð hjá RÚV.

Einhverjir starfsmenn hafa í dag túlkað fréttir um tillögur um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á þann veg að framundan séu uppsagnir og samdráttur í þjónustu almannamiðilsins. „560 milljóna skerðing RÚV“ var enda fyrsta fyrirsögnin sem birtist eftir kynningu menntamálaráðherra á tillögum að bættu rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Ugglaust hefur margur RÚVarinn hugsað með sér: „Byrjar þetta, enn á ný“.   – Skiljanlega, enda hefur óneitanlega margt gengið á allt frá hruni og RÚV verið skorið niður og skert ítrekað.

Að svo stöddu höfum við enga ástæðu til að óttast slíkt.

Um tillögurnar er a.m.k. þrennt að segja:

  1. Við erum líklega öll sammála um mikilvægi margbreytilegrar fjölmiðlaflóru sem hefur það markmið eitt að almenningur fái sem mesta, besta og fjölbreytilegasta þjónustu. Því hljótum við öll að fagna því að aðstaða einkarekinna fjölmiðla sé bætt. Það er mikilvægt og jákvætt skref.
  2. Í viðtali í fréttum klukkan fjögur sagði ráðherra að RÚV verði bættur hver sá tekjumissir sem hlytist af mögulegum skerðingum á auglýsingatekjum. Þar lagði hún sérstaka áherslu á að hún vildi sterkt Ríkisútvarp, “Við viljum hafa Ríkisútvarpið öflugt og sá tekjumissir sem þeir verða fyrir – við munum finna því nýjan farveg”, án þess að nefna útfærslu eða hvernig bæta ætti þennan mögulega niðurskurð.
  3. Enn sem komið er, eru þetta tillögur. Þær hafa verið í vinnslu um hríð, ólíkar nefndir hafa fengið verkefnið með mismunandi formerkjum og komist að mismunandi niðurstöðum, sumar tala fyrir skerðingum á auglýsingamarkaði, aðrar ekki. Tillögur ráðherra fara nú í „opið samráðsferli“ og endanleg niðurstaða liggur því ekki fyrir.

Það er rétt að halda því til haga að almenningur er á sama máli og ráðherra um að vilja öflugt Ríkisútvarp. Það sýna kannanir ítrekað, hvort sem er á vegum RÚV eða annarra. Þær sýna glögglega að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er ánægður með RÚV, treystir RÚV og óskar þess að þjónusta RÚV verði ekki skert. – En almenningur gerir líka ríkulegar kröfur til RÚV á móti. Það er hið eðlilega samhengi. Að fjárframlagi frá almenningi fylgi krafa. Krafa um sjálfstæði, gæði, sjálfsgagnrýni, þor… og um vandaða íslenska dagskrá af öllu tagi.

 

Við ætlum að rísa undir þeirri kröfu sem fyrr og munum óhrædd færa rök fyrir almannaþjónustunni, fjölmiðlun sem hefur enga hagsmuni aðra en hagsmuni almennings að leiðarljósi.

 

Með bestu kveðjum,

Magnús Geir

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna