fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Tekjutap RÚV vegna minni umsvifa á auglýsingamarkaði verður bætt upp með öðrum hætti

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. september 2018 09:22

Lilja Alfreðsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áform Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarráðherra, um að setja starfsemi RÚV á auglýsingamarkaði skorður, mun ekki leiða til tekjutaps fyrir ríkissjónvarpið. Í gær kom fram að tekjur RÚV myndu skerðast um 560 milljónir með aðgerðum sem miða að því að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, en Lilja segir við Fréttablaðið í dag að það standi til að bæta RÚV upp tekjutapið með öðrum fjárveitingarleiðum:

„Við stefnum að því. RÚV hefur verið að fá auknar fjárveitingar og við stefnum áfram að því að hafa öflugt RÚV.“

Mörður Árnason, sem situr í stjórn RÚV, sagði við Vísi í gær að hann teldi vinnubrögð Lilju „skrýtin“, þar sem enginn af stjórnendum RÚV hafi verið látnir vita af áformum hennar. Þá gagnrýndi Mörður Lilju fyrir að hafa ekki útlýst með hvaða hætti tekjutapið upp á 560 milljónir króna sem hlytist af minni umsvifum þess á auglýsingamarkaði, yrði bætt.

Mörður spurði einnig hvort Katrín Jakobsdóttur styddi þessar tillögur Lilju:

„Þessu verður ráðherrann að svara, bæði stjórnendum RÚV, starfsmönnum og almenningi, í framhaldi af tilkynningu sinni í dag. Þá er mikilvægt að fram komi hvort ríkisstjórnin stendur sem heild að þessum aðgerðum,“

sagði Mörður.

 

Aðgerðirnar sem Lilja kynnti í gær til þess að bæta stöðu einarekinna fjölmiðla eru eftirfarandi:

 

  • Ritstjórnarkostnaður rit- og ljósvakamiðla verður endurgreiddur að hluta.
    Skilyrði fyrir endurgreiðslu úr ritstjórnarsjóði verða skýr og einföld og bundin við ákveðið hámark. Styrkveitingar verða fyrirsjáanlegar, óháðar tæknilegri útfærslu og mynda ekki hvata til þess að fara fram hjá kerfinu né skekkja samkeppnisstöðu fjölmiðla. Áætlaður kostnaður vegna þessa er um 350 milljónir á ári og ráðgert að fyrsta endurgreiðslan komi til framkvæmda vegna rekstrarársins 2019.
  • Umsvif Ríkisútvarpsins á samkeppnismarkaði minnkuð um 560 milljónir.
    Til skoðunar er að banna kostun dagskrárliða og lækka hámarksfjölda auglýsingamínútna úr 8 í 6 á klukkustund.
  • Samræming virðisaukaskatts rafrænna áskrifta.
    Frumvarp þess efnis hefur verið í samráðsferli og er fyrirhugað að leggja það fram á vorþingi. Þar er lögð til samræming skattlagningar virðisaukaskatts vegna sölu og áskrifta dagblaða, tímarita og landsmála- og héraðsfréttablaða, hvort heldur sem útgáfuform miðlanna sé á prentuðu eða rafrænu formi. Rafrænar áskriftir hafa borið 24% virðisaukaskatt en lækka niður í 11%. Áætlaður kostnaður vegna þessa er allt að 40 milljónir kr. á ári.
  • Samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir fjölmiðlar standi jafnfætis erlendum netmiðlum.
    Til skoðunar er að skattleggja kaup á erlendum netauglýsingum til þess að jafna stöðu innlendra fjölmiðla og erlendra vefmiðla sem taka til sín ört stækkandi hluta auglýsingamarkaðar. Horft er til nágrannalanda og Evrópuríkja sem einnig hafa sambærileg mál til skoðunar.
  • Opinber stuðningur við textun, talsetningu og táknmálstúlkun í myndmiðlum verður aukinn.
    Einkareknir fjölmiðlar munu geta sótt um endurgreiðslur til að mæta kostnaði vegna lögbundinnar textunar og talsetningar yfir á íslensku. Sérstök áhersla verður á efni sem ætlað er börnum og ungmennum og stuðningur við hvern fjölmiðil bundinn við ákveðið hámark. Áætlaður kostnaður er um 50 milljónir króna á ári.
  • Gagnsæi í opinberum auglýsingakaupum verður aukið.
    Hið opinbera kaupir fjölda auglýsinga í fjölmiðlum og mikilvægt er að gagnsæi sé til staðar í kaupum opinberra aðila á auglýsingum. Það er hægt að gera t.d. með notkun vefsins opnirreikningar.is eða með skilum á árlegri skýrslu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“