fbpx
Eyjan

Sema Erla segir RÚV leggja blessun sína yfir „pyntingar“ og „ómannúðlega“ meðferð á saklausum börnum með þátttöku sinni í Eurovision

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. september 2018 16:37

Sema Erla Serdar, stofnandi Solaris, samtaka fyrir hælisleitendur og ötul baráttukona gegn hatursorðræðu í samfélaginu, segir á Facebook að með ákvörðun sinni um að taka þátt í Eurovision söngvakeppninni í Ísrael á næsta ári, sé RÚV að taka meðvirka ákvörðun með nágrannaþjóðum, í stað þess að taka skýra afstöðu gegn mannréttindabrotum.

Hún segir að RÚV leggi þar með blessun sína yfir pyntingar og ómannúðlega meðferð Ísraelshers á palestínskum börnum, konum og mönnum:

„#Rúv – okkar allra – hefur ákveðið að taka þátt í #Eurovision söngvakeppninni sem í ár verður haldin í Ísrael. Rúv hefur þar af leiðandi ákveðið að leggja blessun sína yfir landrán, hernám, aðskilnaðarstefnu, pyntingar og ómannúðlega og ógeðfellda meðferð ísraelska hersins og ísraelskra stjórnvalda á saklausum palestínskum börnum, konum og mönnum. Það er þyngra en tárum taki. Í stað þess að gera betur en aðrar þjóðir og taka skýra afstöðu gegn mannréttindabrotum og afstöðu með frelsi, friði og fólki tekur Rúv mjög auma og meðvirka ákvörðun með nágrannaþjóðum okkar og ákveður þar af leiðandi að þátt í vel skipulagðri og kostnaðarsamri herferð ísraelskra stjórnvalda sem munu nota Eurovision til þess að hvítþvo ímynd ríkisins og birta fólki einhverja glataða, uppstillta glansmynd í stað raunveruleikans sem á sér stað á svæðinu sem einkennist m.a. af aftökum, fangelsun barna og landráni.“

 

RÚV ekki okkar allra

Sema Erla segir það enga afsökun að keppnin verði haldin fjarri herteknum svæðum:

„Rúv ákveður að taka þátt þrátt fyrir að hátt í 27.000 einstaklingar, þar á meðal okkar helsta tónlistarfólk, hafi hvatt til sniðgöngu á viðburðinum, og gefur fyrir því lélegustu mögulegu afsökun, að ákveðið hafi verið að taka þátt því keppnin verður haldin einhverjum kílómetrum frá herteknum svæðum og stolnu landi Palestínumanna. Það er eins og að segja að þetta sé í lagi því palestínsku börnin verða mögulega ekki sprengd í beinni útsendingu heldur á bakvið sviðið.

Rúv er greinilega ekki okkar allra. Tugir þúsunda einstaklinga leggja ekki blessun sína yfir þennan viðbjóð. Ég hvet íslenskt tónlistarfólk til þess að sniðganga keppnina og styðja með því frelsi Palestínu. Ég hvet þau til þess að taka afstöðu gegn mannréttindabrotum. Þannig er hægt að koma í veg fyrir þátttöku Íslands í að hylma yfir þá hræðilegu atburði sem eiga sér stað á hverjum degi á meðal fólks frá Palestínu og stuðla að frelsi þeirra. Þannig er hægt að skara fram úr! Lifi frjáls Palestína!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Alvarlegar aðfinnslur gerðar á starfssemi Samgöngustofu: „Full þörf á að ljúka þessari vinnu“

Alvarlegar aðfinnslur gerðar á starfssemi Samgöngustofu: „Full þörf á að ljúka þessari vinnu“
Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða fríhöfnina í Leifsstöð

Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða fríhöfnina í Leifsstöð
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Leiguverð í Reykjavík hærra en í höfuðborgum nágrannalanda

Leiguverð í Reykjavík hærra en í höfuðborgum nágrannalanda
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta er dýrasti þingflokkurinn

Þetta er dýrasti þingflokkurinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hin endalausu Brexit-vandræði

Hin endalausu Brexit-vandræði