fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

#MeToo vinnu hvergi nærri lokið – Eftirfylgnihópur skipaður

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. september 2018 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skipaður hefur verið aðgerðahópur á vegum velferðarráðuneytisins til að fylgja þeim aðgerðum á vinnumarkaði eftir, sem miða að því að koma í veg fyrir einelti, kynferðislegt og kynbundið áreiti og ofbeldi á vinnustöðum. Þetta kemur fram á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fær aðgerðahópurinn til úrvinnslu hugmyndir sem settar hafa verið fram á vinnufundum breiðs hóps úr atvinnulífinu um úrbætur, s.s. fræðslu til fyrirtækja, upplýsingavef um málefnið og leiðbeiningar til stjórnenda vegna stefnumótunar og aðgerða á vinnustöðum.

Aðgerðahópurinn kom svo nýverið saman og vann að útfærslum. Næsti fundur fer fram í upphafi næsta árs og verður þá metið hvernig til hefur tekist af hálfu þeirra vinnuhópa sem skipaðir hafa verið af opinberum aðilum á þessu sviði.

Eftirtaldir aðilar skipa aðgerðahóp velferðarráðuneytisins vegna #MeToo og krefjast þess að gripið verði til aðgerða gegn öllu einelti og áreiti á vinnustöðum:

Jafnréttisstofa, ASÍ, BSRB, BHM, KÍ, Samtök atvinnulífsins, fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisins, VIRK, Félagi kvenna í atvinnulífinu, Samband íslenskra sveitarfélaga, Bjarkarhlíð, Kvenréttindafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Félag mannauðsstjóra og Vinnueftirlitið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna