fbpx
Eyjan

#MeToo vinnu hvergi nærri lokið – Eftirfylgnihópur skipaður

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. september 2018 13:14

Skipaður hefur verið aðgerðahópur á vegum velferðarráðuneytisins til að fylgja þeim aðgerðum á vinnumarkaði eftir, sem miða að því að koma í veg fyrir einelti, kynferðislegt og kynbundið áreiti og ofbeldi á vinnustöðum. Þetta kemur fram á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fær aðgerðahópurinn til úrvinnslu hugmyndir sem settar hafa verið fram á vinnufundum breiðs hóps úr atvinnulífinu um úrbætur, s.s. fræðslu til fyrirtækja, upplýsingavef um málefnið og leiðbeiningar til stjórnenda vegna stefnumótunar og aðgerða á vinnustöðum.

Aðgerðahópurinn kom svo nýverið saman og vann að útfærslum. Næsti fundur fer fram í upphafi næsta árs og verður þá metið hvernig til hefur tekist af hálfu þeirra vinnuhópa sem skipaðir hafa verið af opinberum aðilum á þessu sviði.

Eftirtaldir aðilar skipa aðgerðahóp velferðarráðuneytisins vegna #MeToo og krefjast þess að gripið verði til aðgerða gegn öllu einelti og áreiti á vinnustöðum:

Jafnréttisstofa, ASÍ, BSRB, BHM, KÍ, Samtök atvinnulífsins, fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisins, VIRK, Félagi kvenna í atvinnulífinu, Samband íslenskra sveitarfélaga, Bjarkarhlíð, Kvenréttindafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Félag mannauðsstjóra og Vinnueftirlitið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

„Er ekki rétt, þegar reynt er að rétta hlut og skjóta stoðum und­ir sjálf­stæða fjöl­miðla, að byrja á því að tryggja að Rík­is­út­varpið fari að lög­um?

„Er ekki rétt, þegar reynt er að rétta hlut og skjóta stoðum und­ir sjálf­stæða fjöl­miðla, að byrja á því að tryggja að Rík­is­út­varpið fari að lög­um?
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Dómsmálaráðherra segir „mikla ánægju“ með þróun mála hjá lögreglunni – Biggi lögga orðlaus

Dómsmálaráðherra segir „mikla ánægju“ með þróun mála hjá lögreglunni – Biggi lögga orðlaus
Eyjan
Í gær

Stuðningur við ríkisstjórnina fer minnkandi – 41,1 % fylgi

Stuðningur við ríkisstjórnina fer minnkandi – 41,1 % fylgi
Eyjan
Í gær

Vigdís heimfærir OR málið upp á Reykjavíkurborg: „Á ekki bara að eiga við þegar karlmenn brjóta á rétti kvenna – heldur líka þegar konur brjóta á rétti karla“

Vigdís heimfærir OR málið upp á Reykjavíkurborg: „Á ekki bara að eiga við þegar karlmenn brjóta á rétti kvenna – heldur líka þegar konur brjóta á rétti karla“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ráðuneytunum fjölgað – Ásmundur fær embættistitilinn félags- og barnamálaráðherra

Ráðuneytunum fjölgað – Ásmundur fær embættistitilinn félags- og barnamálaráðherra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leggur til að mannanafnanefnd verði lögð niður – Frjálst val við nafngift – Ný viðbót við -son og -dóttir

Leggur til að mannanafnanefnd verði lögð niður – Frjálst val við nafngift – Ný viðbót við -son og -dóttir