fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Guðmundur hætti við að auglýsa stöðu forstjóra Umhverfisstofnunar – Kristín Linda endurráðin án tilkynningar

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. september 2018 11:04

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindarráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, dró til baka ákvörðun Bjartar Ólafsdóttur, forvera hans í starfi,  um að auglýsa stöðu forstjóra Umhverfisstofnunar. Kristín Linda Árnadóttir, sem gegnt hefur starfinu síðan 2008, var ráðin áfram forstjóri til næstu fimm ára þann 20. febrúar, án sýnilegrar tilkynningar þar um.

Frá þessu greinir Kristinn H. Gunnarsson, ritstjóri Vestfjarða, á heimasíðu sinni:

„Í águst 2017 ákvað þáverandi Umhverfisráðherra Björt Ólafsdóttir að auglýsa skyldi stöðuna og tilkynnti forstjóranum um það. Að öðrum kosti hefði ráðning Kristínar Lindar Árnadóttur framlengst sjálfkrafa. Björt Ólafsdóttir kynnti þessa ákvörðun í svari við fyrirspurn blaðsins Vestfirðir, en fyrirspurnin hafði legið um hríð í ráðuneytinu. Björt skýrði ákvörðun sína á þann veg að hún vildi breyta gildandi venju sem hefur skapast, sem er sú að starf sitjandi forstjóri ríkisstofnunar er ekki auglýst, vilji hann vera áfram. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Umhverfisráðuneytisins upplýsti þetta í svari við fyrirspurn blaðsins Vestfirðir sem barst fyrir skömmu. Kemur þar fram að Kristín Árnadóttir hafi verið endurskipuð í embættið þann 20. febrúar sl. Enga tilkynningu um þessa ákvörðun er að finna á vef ráðuneytisins og virðist hún hvergi hafa verið tilkynnt opinberlega.“

Ósætti með ákvörðun Bjartar

Félag forstöðumanna ríkisstofnana var ósátt við hin nýju boðuðu vinnubrögð Bjartar Ólafsdóttur og óskuðu eftir lögfræðiúttekt á því hvort ákvörðun hennar stæðist jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Í því kom fram að ákvörðun Bjartar hefði verið annmörkum háð:

„Í álitinu kemur skýrt fram að ákvörðun ráðherra sé haldin ýmsum annmörkum s.s. varðandi málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga um jafnræði og meðalhóf.  FFR hefur sent álitið til fjármála- og efnahagsráðherra sem fer með mannauðsmál ríkisins og afrit hefur verið sent á umhverfis- og auðlindaráðherra og forsætisráðherra. Í bréfi með lögfræðiálitinu er farið fram á að áform um að auglýsa störf forstjóra í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að loknum 5 ára skipunartíma verði dregin til baka m.a. í ljósi þess sem fram kemur í lögfræðiálitinu og að unnið er að nýju verklagi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu varðandi kaup og kjör forstöðumanna. Lögfræðiálitið hefur nú verið birt á heimasíðu FFR og er hægt að lesa það hér og bréfið með álitinu er hægt að lesa hér.“

 

Lögin skýr

Samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn eru embættismenn skipaðir til fimm ára í senn, nema annað sé tilgreint. Ef ákveðið er að auglýsa embættið, verður að tilkynna það ekki síðar en sex mánuðum áður en ráðningartími rennur út, líkt og Björt gerði.

Ekki er tilgreint í lögunum að hætta megi við auglýsingu eftir að formleg tilkynning hafi verið send, líkt og reyndin virðist vera í þessu tilfelli.

23. gr. 
Embættismenn skulu skipaðir tímabundið, til fimm ára í senn, nema annað sé tekið fram í lögum. 
Ef maður hefur verið skipaður í embætti skv. 1. mgr. skal honum tilkynnt eigi síðar en sex mánuðum áður en skipunartími hans rennur út hvort embættið verði auglýst laust til umsóknar. Sé það ekki gert framlengist skipunartími hans í embætti sjálfkrafa um fimm ár, nema hann óski eftir að láta af störfum með þeim hætti sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 37. gr. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna