fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Fréttablaðið flytur í Miðbæinn – þar sem fjölmiðlarnir voru áður en þeir fóru á flakk

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. september 2018 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég les í Fréttablaðinu að til standi að það flytji niður í Miðbæ – nánar titekið á Hafnartorg.

Mér þykja þetta nokkur tíðindi. Þegar ég var barn voru allir fjölmiðlarnir niðri í bæ. Mogginn var í Aðalstræti í sínum turni og Þjóðviljinn á Skólavörðustíg. Alþýðublaðið í Ingólfsstræti. Ég man ekki alveg hvar Vísir og Tíminn voru.

Útvarpið var við Skúlagötu en þegar Sjónvarpið var stofnað var það við Laugaveg, reyndar fyrir ofan Hlemm.

Svo fór þetta að breytast. Dagblöðin, nema Mogginn, futtu upp í Síðumúla – sem þá var farið að nefna Blaðsíðumúla. Ástæðan var sú að þau sameinuðust um prentsmiðju sem þar var staðsett. Ég hóf starfsferil minn í fjölmiðlum við Síðumúlann og vann þar í mörg ár. Þetta var einhver stemmingslausasta gata sem um getur. Ég hafði ímyndað mér að til væru staðir þar sem blaðamenn hittust eftir vinnu og ræddu málin. Í Síðumúlanum voru tvær sjoppur, þar rakst maður endrum og eins á kollegana þar sem þeir stóðu og átu pylsur eða samlokur.

Öll blöðin sem voru í Síðumúlanum eru dáin – nema DV sem enn þraukar, eftir margvíslegar vendingar.

Morgunblaðið flutti í stórhýsi sem stjórnendur blaðsins létu byggja í Kringlunni. Það voru örugglega mistök. Gamlir Moggamenn segja mér að þeir hafi alla tíð séð eftir því að vera ekki í Aðalstræti. Í nýja húsinu var ekki sama andrúmsloftið. Þetta reyndist líka of dýrt fyrir Morgunblaðið sem aukinheldurt tók upp á því að reisa prentsmiðju, svo afkastamikla að hægt hefði verið að prenta blöð fyrir öll Norðurlöndin.

Á endanum fór Mogginn alla leið upp í Hádegismóa, á ystu endimörk bæjarins. Það getur ekki verið góður staður fyrir dagblað.

Ríkistútvarpið flutti af Skúlagötu og Laugavegi í nýtt hús við Efstaleiti. Það hús hefur alltaf verið til vandræða. Bygging þess fór illa með fjárhag stofnunarinnar, það reyndist ekki vera sérlega hentugt og svo komust starfsmenn að því að loftið inni í húsinu var sérlega slæmt, ekki andrúmsloftið, heldur loftið sem þeir anda að sér.

Nú er verið að byggja blokkir allt í kringum Útvarpshúsið svo brátt verður það ósýnilegt frá götunni.

Allir þessir flutningar voru ekki til sérstakrar blessunar. Stundum reyndust þeir meira að segja að vera böl, dógu fjölmiðlana niður.

Ég hugsaði alltaf að líklega væri best fyrir fjölmiðla að vera miðsvæðis, sem næst atburðum og viðmælendum. Kannski skiptir það ekki lengur svo miklu máli á tíma tölvusamskipta en hér í eina tíð þurfti maður oft að fara út úr húsi eftir tíðindum. Maður hitti fólk augliti til auglitis.

Ég starfaði oft á mjög blönkum fjölmiðlum. En maður þurfti að komast og þá voru varla önnur úrræði en leigubílar. Ég man að einu sinni sáu stjórnendur Helgarpóstsins – sem þá hafði skrifstofur í Ármúla – ofsjónum yfir leigubílakostnaði. Á morgunfundi var okkur tilkynnt að framvegis yrðum við að taka strætó í viðtöl og aðrar ferðir á vegum blaðsins. Okkur voru afhent strætókort.

Þetta gekk svona í nokkra daga. Þá áttuðu stjórnendur blaðsins sig á því að þeir sáu ekki blaðamennina hálfu og heilu dagana. Þeir voru að reyna að komast með strætó á milli. Ég held að tilraunin hafi enst í viku, þá máttum við aftur hringja í leigubíla. Strætókortin fengum við samt að eiga.

En Fréttablaðið er semsagt að flytja niður í bæ. Það er gott hjá þeim. Ég held það sé mikill kostur fyrir fjölmiðil – fyrir blaðamennina hlýtur það að vera uppörvandi. Allir þessir flutningar á fjölmiðlunum sem eru raktir hér að ofan enduðu eiginlega hvergi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna