fbpx
Eyjan

Vilhjálmur boðar „blóðug átök“ gegn kaupauka N1: „Morgunljóst að verkalýðshreyfingin mun grípa til róttækra aðgerða“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. september 2018 15:54

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, er allt annað en sáttur við kaupaukagreiðslur þær sem N1, bráðum Festi, ætlar að taka upp hjá æðstu stjórnendum sínum. Kjarninn greinir frá því að lögð verði fram tillaga að nýrri starfskjarastefnu félagsins á hluthafafundi þann 25. september, hvers tilgangur verði að „bæta hag hluthafa og verðlauna árangur.“

Virðist sem að Vilhjálmur hafi séð rautt við lestur fréttarinnar um bónusgreiðslurnar og vilji grípa til vopna:

„Ég vil biðja íslenskt verkafólk að búa sig undir blóðug átök þegar kjarasamningar verkafólks losna um næstu áramót. Því enn og aftur ætla stjórnendur íslenskra fyrirtækja sem eru í eigu lífeyrissjóðanna að misbjóða gróflega siðferðiskennd almennings.“

Róttækar aðgerðir gegn græðgisvæðingu

Vilhjálmur boðar róttækar aðgerðir verði kaupaukakerfið tekið upp hjá N1:

„Það er morgunljóst að verkalýðshreyfingin mun grípa til róttækra aðgerða ef þetta kaupaukakerfi verður tekið upp því við skulum muna að það eru íslenskir lífeyrissjóðir sem eiga um eða yfir 50% hlut í N1 og ef lífeyrissjóðirnir munu ekki stöðva þessa græðgisvæðingu æðstu stjórnenda þá mun það kalla harðar aðgerðir af hálfu stéttarfélaganna. Ég vil líka minna á að lífeyrissjóðirnir okkar eiga yfir 50% í öllum skráðum félögum í Kauphöllinni en meðallaun forstjóra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni eru 4,7 milljónir! En það blasir við að græðgin í efrilögum samfélagsins er orðin enn og aftur gjörsamlega taumlaus eins og gerðist fyrir hrun og við þessari græðgi verður brugðist í komandi kjarasamningum.“

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, var með um 5,9 milljónir á mánuði árið 2017, um einni milljón meira en árið áður. Samkvæmt tillögunni getur kaupaukinn verið í formi reiðufjár, lífeyrisgreiðslu eða hlutabréfatengdum réttindum utan fastra kjara starfsmanna. Upphæð kaupaukans fyrir forstjóra miðast við sex mánaða grunnlaun, að hámarki á ársgrundvelli. Fyrir framkvæmdarstjóra er miðað við þriggja mánaða grunnlaun þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Uppruni þórðargleðinnar

Uppruni þórðargleðinnar
Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Guðbjartur verður framkvæmdastjóri Herjólfs

Guðbjartur verður framkvæmdastjóri Herjólfs
Eyjan
Í gær

Ólína spyr Brynjar: „Finnst þér virkilega að grunnþjónusta á borð við heilbrigðisþjónustu eigi að vera hagnaðardrifin?“

Ólína spyr Brynjar: „Finnst þér virkilega að grunnþjónusta á borð við heilbrigðisþjónustu eigi að vera hagnaðardrifin?“
Eyjan
Í gær

Reykjavík er næstdýrasta borg í Evrópu – Með dýrasta bjórinn og dýrustu söfnin

Reykjavík er næstdýrasta borg í Evrópu – Með dýrasta bjórinn og dýrustu söfnin
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fullyrti það að Sigmundur hefði haft einn aðstoðarmann – Þeir voru í reynd sjö

Fullyrti það að Sigmundur hefði haft einn aðstoðarmann – Þeir voru í reynd sjö
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vinstri Græn rekin með 13,7 milljóna tapi í fyrra

Vinstri Græn rekin með 13,7 milljóna tapi í fyrra