fbpx
Eyjan

Vilhjálmur Birgisson: „Þá liggur það fyrir að opinberir starfsmenn sem starfa hjá ríkinu eiga von á 3,4% launahækkun“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. september 2018 09:33

Vilhjálmur Birgisson

Í fjárlögum ársins 2019 sem kynnt voru í gær er kafli sem ber heitið „Launaforsendur“ þar sem áætluð er prósentutala þeirra launahækkana sem kjarasamningar við ríkisstarfsmenn skili í kaupmáttaraukningu.

Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að samningar við ríkistarfsmenn skili 0.5 prósent kaupmáttaraukningu, sem þýðir launahækkun upp á 3,4 prósent.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, vitnar í fjárlögin á Facebooksíðu sinni og vekur athygli á þessari prósentuhækkun, sem er honum ekki að skapi, en hann ber hækkunina saman við úrskurð kjararáðs um launahækkun æðstu ráðamenn ríkisins:

„Eins og flestir vita þá eru kjarasamningar opinbera starfsmanna sem starfa hjá ríkinu lausir 1. apríl á næsta ári. En orðrétt segir í fjárlagafrumvarpinu um launahækkanir til handa starfsmönnum sem starfa hjá ríkinu: „Í ljósi þessa og einnig því að hægt hefur á hagkerfinu er í frumvarpinu gengið út frá því að samningar ríkisstarfsmanna skili 0,5% kaupmáttaraukningu sem svarar til 3,4% launahækkunar.“ Já þá liggur það fyrir að opinberir starfsmenn sem starfa hjá ríkinu eiga von á 3,4% launahækkun sem er „örlítið minna“ en kjararáð lét æðstu ráðmenn ríkisins fá sem var eins og allir muna 45%“

 

Varfærni og jafnvægi

Vilhjálmur vitnar í kaflann um launaforsendur í fjárlögum þar sem reiknuð eru inn áhrif af spá um launahækkanir á árinu 2019, þar sem stuðst er við mat Kjara- og mannauðssýslu ríkisins á fyrirliggjandi kjarasamningum um launahækkanir fyrir stéttarfélög starfsmanna ríkisins. Samkvæmt fjárlögunum er með þessum forsendum verið að sýna varfærni og stuðlað að jafnvægi í efnahagslífinu:

„Nær allir kjarasamningar ríkisstarfsmanna eru lausir frá og með 1. apríl á næsta ári. Sama á við um samninga á almennum markaði, en samningar t.d. ASÍ-félaga eru lausir frá áramótum. Það er því ljóst að umsvif nýrra kjarasamninga sem taka gildi á næsta ári ná til nær allra launþega í landinu. Í ljósi þessa og einnig því að hægt hefur á hagkerfinu er í frumvarpinu gengið út frá því að samningar ríkisstarfsmanna skili 0,5% kaupmáttaraukningu sem svarar til 3,4% launahækkunar. Með þessum forsendum er gætt varfærni og reynt að stuðla að því að efnahagslífið haldi jafnvægi. Það er í samræmi við þá stefnumörkun í opinberum fjármálum sem fram kemur í lögum um opinber fjármál. Miðað er við að kjarasamningarnir taki gildi 1. apríl 2019 og með tilliti til þess nemur vegin meðallaunahækkun ársins 2019 3,1%.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þeir eru dýrustu þingmennirnir

Þeir eru dýrustu þingmennirnir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hversu vel þekkir þú íslensk stjórnmál? – Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú íslensk stjórnmál? – Taktu prófið!