fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Helgi Hrafn segist hafa fengið ógeð og biðlar til Íslendinga að hætta

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. september 2018 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, biðlar til Íslendinga að hætta á Facebook. Þetta segir hann á Facebook. Hann finnur samfélagsmiðlinum allt til foráttu og segist hafa fengið ógeð á honum.

„Eins og sum ykkar hafa efaust tekið eftir, þá hef ég varla sést á Facebook síðan einhvern tíma í júlí, nema til að svara skilaboðum sem mér hafa borist í gegnum Messenger. Ástæðan er mjög einföld: Ég fæ reglulega algjört ógeð á Facebook í heild sinni; hvernig það forgangsraðar umræðu og bara hvernig þessi vefur virkar (eða öllu heldur; virkar ekki). Eina ástæðan fyrir því að ég umber að vera notandi hérna yfirhöfuð er vegna þess að þessi vefur heldur íslenskri stjórnmálaumræðu í gíslingu, og þar sem ég er jú stjórnmálamaður verð ég væntanlega að láta mig hafa það að svara fyrir mig og stjórnmál Pírata af og til, jafnvel á þessum fullkomlega glataða vef,“ segir Helgi Hrafn.

Hann segist frekar nota Twitter. „Ég áskil mér rétt til að taka mér margra mánaða langar pásur frá þessu skrapatóli án útskýra og fyrirvara. Ég svara skilaboðum og hangi þó nokkuð á Twitter í staðinn. Svara hérna á Facebook þegar ég nenni, einungis þegar ég nenni, og ætla ekki á nokkurn hátt að veita einhverjar útskýringar á þeim tilfellum þar sem ég nenni því ekki,“ segir Helgi Hrafn.

Hann segir Facebook minna sig á hryllingssögu. „Kæru Íslendingar. Facebook er bandarískt gróðafyrirtæki sem flutti höfuðstöðvar sínar beinlínis til þess að komast undan sektarákvæðum persónuverndarreglugerðar Evrópusambandsins. Þetta er fyrirtæki sem gengur út á að selja persónuupplýsingar þínar og forgangsraðar umræðu eftir því hvernig þetta téða fyrirtæki græðir mestan pening. Völdin sem þessi einstaklega hörmulega gallaði vefur hefur yfir íslenskri samfélagsumræðu er ekkert minna en efni í dystópíska hryllingssögu,“ segir Helgi Hrafn.

Að lokum hvetur hann Íslendinga til að nota frekar Twitter en Facebook: „Ég læt undan þrýstingnum núna, a.m.k. tímabundið, vegna þess að ég tel mig neyddan til þess vegna starfs míns. En í alvöru, förum af Facebook. Það er ekkert í lagi að fólk þurfi að selja persónu sína þessu fyrirtæki til að fá að vera memm í samfélaginu. tl;dr: Twitter er betra. Á Twitter hefðirðu aldrei þurft að lesa allt þetta raus.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins