fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Bónus hopar af Hallveigarstígnum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 12. september 2018 19:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífsgæði í hverfinu þar sem ég bý, neðst í Þingholtunum, hafa batnað talsvert síðustu árin sökum þess að auðveldara er með aðföng. Opnað hafa matvöruverslanir sem eru allar í góðu göngufæri. En nú virðist það ætla að breytast.

Víðir sem var með litla búð í Ingólfsstræti fór á hausinn og lokaði í vor. Ég frétti í gær að Kjöt & fiskur sem hefur verið í Bergstaðastræti sé að loka í síðasta sinn. Og svo er það Bónus.

Bónus hefur verið með búð á Hallvegarstíg, frekar litla á mælikvarða Bónuss, en býsna þægilega. Þangað fara íbúar hverfisins, en líka skólakrakkar úr nágrenninu (þarna eru bæði MR og Kvennó) og svo mikill straumur af ferðamönnum.

Nú hefur Samkeppniseftirlitið heimilað samruna Haga og Olís en þó með því fororði að Bónus losi sig við nokkrar búðir. Meðal þeirra sem fær að fjúka er verslunin á Hallveigarstíg. (Í gærmorgun var biðröð fyrir utan hana þegar hún opnaði.)

Ástandið í verslun í hverfinu hefur semsagt hríðversnað á stuttum tíma. Nú eru næstu búðir 10/11 í Austurstræti – en þangað fer maður varla til að kaupa í matinn – og Krambúðin efst á Skólavörðustíg – þar er fyrst og fremst túristabúð. Jú, og svo pínulítil búð, alveg ágæt, Bláhornið á Grundarstíg.

En þetta eru semsagt ekki góðar fréttir fyrir hverfið. Maður spyr hverju Samkeppniseftirlitið ætlar að ná fram með þessari niðurstöðu. Hún minnir dálítið á þegar Forlagið fékk að verða til á sínum tíma, úr samruna bókaútgáfa. Þá var kvöð um að sem setti takmarkanir á hvað Forlagið mátti gefa út af Halldóri Laxness.

Afleiðing þessa var fyrst og fremst minni útgáfa á bókum eftir Laxness. Sem mörgum þykir væntanlega synd.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna