fbpx
Eyjan

Virðisaukaskattur ekki afnuminn af bókum

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 11. september 2018 09:57

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Mynd: DV/Brynja

Virðisaukaskattur verður ekki afnuminn af bókum, fram kemur í greinargerð fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar að ef það yrði gert myndi það flækja virðisaukaskattkerfið og dregið úr skilvirkni þess. Til stóð að afnema skattinn á haustmánuðum 2017 en því var ekki fylgt eftir í fjárlögum það árið þrátt fyrir þverpólitíska samstöðu í málinu, stigu bókaútgefendur fram og töldu að um svik væri að ræða af hálfu Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Hefur ráðherra verið afdráttarlaus með skoðun sína að það eigi að afnema virðisaukaskatt á bækur.

Áformum um að afnema skattinn var fagnað af flokksmönnum Vinstri grænna þegar ríkisstjórnarsáttmáli var kynntur í nóvember í fyrra.

Í greinargerð fjárlaga í ár segir að í stjórnarsáttmálanum og í fjármálaáætlun 2019–2023 væri lýst yfir þeim áformum að afnema VSK af bókum. Við undirbúning lagabreytingarinnar hafi verið leitað annarra leiða en þeirrar að taka upp núllþrep í VSK fyrir bókaútgáfu sem dregið hefði úr skilvirkni VSK-kerfisins, auk þess að flækja það. Niðurstaðan sé því sú að í stað þess að afnema VSK verði tekinn upp sérstakur stuðningur við útgefendur bóka á íslensku. Frumvarp þess efnis er lagt fram samhliða fjárlagafrumvarpinu.

 

Skoða má aðrar leiðir

Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir í samtali við Eyjuna að verið sé að fara yfir stöðuna:

„Okkar viðbrögð eru engin meðan að málið liggur ekki alveg fyrir. Það er talað um beinan stuðning við bókaútgefendur í staðinn, sem er þá sambærilegt og við tónlistar- og kvikmyndageirann og við erum alveg tilbúin að skoða aðrar útfærslur. Niðurfelling virðisaukaskattsins er ein leið, en það eru auðvitað aðrar leiðir í boði sem má skoða,“

segir Heiðar Ingi. En telur hann að ráðherra og ríkisstjórnin hafi hlaupið á sig með því að lofa niðurfellingu virðisaukaskattsins ?

„Ég veit það ekki, það fer eftir niðurstöðunni, hvor útfærslan verði betri. Það sem er mikilvægast í þessu er að við fáum stuðning, tölfræðin síðasta áratuginn sýnir það svart á hvítu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samanburður við lýðveldishátíð og kristnitökuafmæli út í hött

Samanburður við lýðveldishátíð og kristnitökuafmæli út í hött
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Félagsbústaðir fá fjárveitingu – Utangarðsfólk fær smáhýsi

Félagsbústaðir fá fjárveitingu – Utangarðsfólk fær smáhýsi