fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Mjög mikið af löggum við þingsetningu – góð ræða Guðna

Egill Helgason
Þriðjudaginn 11. september 2018 18:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún var skrítin stemmingin í Miðbænum nú um miðjan daginn þegar Alþingi var sett. Miklar girðingar höfðu verið settar upp kringum þinghúsið, það var sama og enginn að horfa og varla neinn að mótmæla heldur. Kannski eitt skilti eða svo.

En það bókstaflega úði og grúði af lögreglumönnum. Ég kom frekar seint og sá þegar var verið að aka hersingunni burt í sendiferðabílum. En fólk sem ég hitti talaði um að það hefði aldrei séð annað eins. Kannski hafa þeir verið jafn fjölmennir áður, en þarna var enginn mannfjöldi til að hverfa í.

 

 

Sumir litu reyndar frekar út eins og hermenn en lögregluþjónar.

Það er fínt að hafa góða löggæslu, en einhvern veginn virkaði þetta hálf neyðarlega. Lögreglumennirnir of áberandi – við athöfn sem er væntanlega ætlað að vera hátíðleg.

 

 

Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti góða ræðu við þingsetninguna, eins og hans er von og vísa. Eftirfarandi orð hans eru tímabær.

Um leið vit­um við hins veg­ar af ærn­um vanda, kvíða og van­líðan meðal of margra, ungra sem ald­inna, álagi og kuln­un í starfi, mis­notk­un lyfja og vímu­efna, stund­um með hörmu­leg­um af­leiðing­um. Vax­andi kostnaði við að hlúa að sjúk­um, fötluðum og öldruðum, auk allra annarra sem þurfa aðhlynn­ing­ar við. Hvað er dýr­mæt­ara en heilsa og ham­ingja. Til hvers er full­veldi ef fólki líður illa? Hvað skipt­ir máli þegar allt kem­ur til alls?

(Myndirnar hér að ofan eru teknar af Hallfríði Þórarinsdóttur og Heiðu B. Heiðars.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna