fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Gunnar Smári um „nýfrjálshyggjuskattinn“: „Sorrí, láglaunafólk, þið þurfið að borga skattana fyrir hin ríku eitthvað áfram“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. september 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, gagnrýnir skattbyrði þeirra lægst launuðu í samfélaginu, sem borga þurfi tæpar 60.000 krónur af lágmarkslaunum, sem eru 300.00 krónur á mánuði. Það sé af sem áður var, þegar lágtekjufólk borgaði engan skatt:

„Til að fjármagna skattalækkanir til hinna ríku, á fyrirtæki og fjármagn, hafa stjórnvöld aukið skattbyrði á láglaunafólki, öryrkjum, eftirlaunafólki og fólki með lægri meðaltekjur. Þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp voru skattleysismörk við 317 þús. kr. sé miðað við þróun launa síðan þá. 1991 var talið að fólk með tekjur um eða undir lágmarkslaunum ætti ekki að borga skatta. Í dag greiðir fólk með 317 þús. kr. í tekjur 58.521 kr. á mánuði í skatt, en fólk í sambærilegri stöðu borgaði 0 kr. árið 1991. Þessa upphæð, 58.521 kr. í skatt af 317 þús. kr. mánaðartekjum (rúmar 700 þús. kr. á ári) mætti kalla nýfrjálshyggjuskatt, það gjald sem láglaunafólk greiðir til að standa undir stórkostlegum skattalækkunum til eigenda fyrirtækja og fjármagns, hinna ríku, sem þröngvað var í gegn á nýfrjálshyggjuárunum (reyndar svo til án mótmæla frá verkalýðshreyfingunni og arftökum hinna sósíalísku flokka, þetta rann í gegn).“

Sorrí láglaunafólk

„Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu ætlar ríkisstjórnin nú að skila láglaunafólki 539 kr. af þessum nýfrjálshyggjuskatti. Ráðherrarnir voru með plön um að skila meiru til láglaunafólksins en hin ríku voru ekki til í að skila neinu af því sem þau höfðu hrifsað til sín á nýfrjálshyggjuárunum, svo … sorrí, láglaunafólk, þið þurfið að borga skattana fyrir hin ríku eitthvað áfram. Þið borgið 58.521 kr. á mánuði í ríkramannaskatt en fáið 539 kr. í afslátt. Það er 0,9% afsláttur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka