fbpx
Eyjan

Gengisfelling

Egill Helgason
Þriðjudaginn 11. september 2018 12:16

Gengi krónunnar fellur nú ört. Á þessu eru varla neinar skýringar – aðrar en þær að Seðlabankinn sé að leyfa krónunni að falla. Krónan hefur veikst um sirka 6 prósent þegar þetta er skrifað.

Gengisfelling hét það í gamla daga og gekk yfir með reglulegu millibili. Þóttu stóratburðir og höfðu í för með sér gríðarlegt hamstur á hlutum sem fólk vissi að myndu hækka í verði.

Allt frá sígarettum til frystikista.

Nú er það kannski frekar kallað gengissig. Við erum svo vön þessu að það þykir máski ekkert tiltökumál.

Evran er komin í 131 krónu þegar þetta er skrifað en bandaríkjadalur í 113.

Til samanburðar má geta þess að í byrjun þessa mánaðar var evran 124 krónur en dollarinn 107.

Spurning hvort þessi þróun fær svo að halda áfram – útflutningsgreinarnar og ferðaþjónustan eru sjálfsagt til í það. En það sem við kaupum frá útlöndum verður dýrara og neytendur eru kannski ekki ýkja hrifnir af því. Því gengisfellingar fara beint út í verðlagið eins og við þekkjum vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Alvarlegar aðfinnslur gerðar á starfssemi Samgöngustofu: „Full þörf á að ljúka þessari vinnu“

Alvarlegar aðfinnslur gerðar á starfssemi Samgöngustofu: „Full þörf á að ljúka þessari vinnu“
Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða fríhöfnina í Leifsstöð

Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða fríhöfnina í Leifsstöð
Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Leiguverð í Reykjavík hærra en í höfuðborgum nágrannalanda

Leiguverð í Reykjavík hærra en í höfuðborgum nágrannalanda
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta er dýrasti þingflokkurinn

Þetta er dýrasti þingflokkurinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hin endalausu Brexit-vandræði

Hin endalausu Brexit-vandræði