fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Fjárlög 2019: RÚV fær 4,7 milljarða – Útvarpsgjaldið hækkar um 2.5 prósent – Einkareknir miðlar fá ekkert

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. september 2018 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýju fjármálafrumvarpi hækkar fjárframlagið til RÚV um 12,8 prósent, eða 534 milljónir, milli ára. Þar af eru 360 milljónir „í samræmi við tekjuáætlun um innheimtar tekjur af útvarpsgjaldi,“ en útvarpsgjaldið mun hækka um 2.5 prósent.

Alls fær RÚV 4,7 milljarða, en hvergi er minnst á framlög til annarra fjölmiðla, líkt og tillögur starfshóps menntamálaráðherra gerðu ráð fyrir, til að efla rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Þær tillögur voru kynntar á ríkisstjórnarfundi á föstudag, en hafa ekki verið gerðar opinberar.

Tillögurnar virðast ekki hafa náð inn í fjárlagafrumvarpið að þessu sinni, þó svo að í frumvarpinu segi að „unnið sé að aðgerðum á grundvelli úttekta og skýrslna um stöðu á íslenskum fjölmiðlamarkaði.“

RÚV var með jákvæða afkomu í fyrra upp á 321 milljón, en hagnaður af sölu á byggingarlóðum nam um tveimur milljörðum. Þá voru tekjur af sölu auglýsinga í kringum HM í knattspyrnu um 200 milljónir, en í heild nam hagnaður RÚV af sölu auglýsinga og kostunar um 2,3 milljörðum króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka