fbpx
Eyjan

Fjárlög 2018: Framlög til heilbrigðismála hækka um 12,6 milljarða

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. september 2018 17:10

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra

„Greiðara aðgengi að heilsugæslu, lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga, framkvæmdir við nýjan Landspítala, öflugri göngudeildarþjónusta, styrking heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, uppbygging hjúkrunarrýma og bætt geðheilbrigðisþjónusta, – þetta eru megináherslurnar á sviði heilbrigðismála sem birtast í fjárlagafrumvarpi ársins 2019,“ segir í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu.

Hækkun framlaga til heilbrigðismála nemur 12,6 milljörðum króna að frátöldum launa- og verðlagshækkunum, í nýju fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í dag.

Framlög til heilsugæslu aukin um tæpan milljarð króna

Geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu innan heilsugæslunnar verður efld til muna með 650 milljóna króna framlagi til að fjölga geðheilsuteymum og fjölga stöðugildum sálfræðinga. Á næsta ári ætti að nást það markmið gildandi geðheilbrigðisáætlunar um eitt stöðugildi sálfræðings starfi í heilsugæslunni á móti hverjum 9.000 íbúa. Tölur sýna vaxandi sókn í þjónustu heilsugæslunnar. Áfram verður unnið að því að efla hana sem fyrsta viðkomustað sjúklinga, meðal annars með áherslu á aukna teymisvinnu, forvarnir og fræðslu til sjúklinga. Framlög í þessu skyni verða aukin um 200 milljónir króna. Framlög til heimahjúkrunar verða aukin um 100 milljónir króna og 70 milljónum verður varið til að innleiða fyrsta áfanga skimunar fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi.

Tæpur milljarður til að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga

Áfram verður unnið að því að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Við innleiðingu nýs greiðsluþátttökukerfis heilbrigðsþjónustu árið 2016 var bætt 1,5 milljarði króna inn í kerfið á ársgrundvelli til að lækka kostnað sjúklinga. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður bætt við tæpum 400 milljónum króna til viðbótar í þessu skyni. Auk þess bætast við 500 milljónir króna vegna nýs rammasamnings um tannlækningar aldraðra og öryrkja.

Framlög til Hringbrautarverkefnisins aukin um tæpa 4,5 milljarða króna

Áhersla er lögð á að hraða uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og til samræmis við það er gert ráð fyrir auknum framlögum til þeirra framkvæmda sem nema tæpum 4,5 milljörðum króna. Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna sjúkrahússins hefjast í haust og fullnaðarhönnun rannsóknahúss á næsta ári. Þá verður nýtt sjúkrahótel tekið í notkun en árlegur rekstrarkostnaður þess er áætlaður rúmar 400 m.kr.

450 milljónir króna til að bæta mönnun og efla göngudeildarþjónustu

Í samræmi við ábendingar í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um Landspítalann um þörf fyrir að styrkja mönnun á Landspítala, m.a. til að auka viðveru sérfræðilækna og bæta með því framleiðni, verða veittar 250 milljónir króna með þetta að markmiði. Enn fremur verður veitt 200 milljóna króna viðbótarframlag til að efla göngudeildarþjónustu sjúkrahússins.

Styrkari rekstrargrundvöllur heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni

Í fjárlögum þessa árs voru veittar 400 milljónir króna til að styrkja rekstrargrundvöll heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Í frumvarpinu er miðað við að rekstrargrundvöllur þeirra verði styrktur varanlega með föstu framlagi sem þessu nemur.

Stórátak vegna endurbóta og fjölgunar hjúkrunarrýma

Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að framlög til framkvæmdaáætlunar um uppbyggingu hjúkrunarrýma verði aukin um 440 milljónir króna og 100 milljónum kr. verður varið til að fjölga dagdvalarrýmum. Aukin framlög til reksturs til að mæta fjölgun hjúkrunarrýma eru áætluð rúmur einn milljarður króna. Ný rými sem tekin verða í notkun árið 2019 eru 99 hjúkrunarrými við Sléttuveg í Reykjavík og 40 rými á nýju heimili á Seltjarnarnesi.

Varanlegt fjármagn til að stytta biðlista vegna liðskiptaaðgerða o.fl.

Þriggja ára átaksverkefni um styttingu biðlista vegna tiltekinna aðgerða lýkur á þessu ári. Árleg framlög vegna þess hafa verið 840 milljónir króna. Með fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að fjárhæð sem þessu nemur verði framvegis fastur liður á fjárlögum, þannig að aukning fjármuna til að vinna á löngum biðlistum sé varanleg.

Innleiðing nýrra lyfja

Framlög til innleiðingar nýrra S-merktra lyfja verða aukin um 200 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Neyslurými

Um 50 milljónir króna eru merktar í fjárlagafrumvarpinu til að koma á fót neyslurými í Reykjavík fyrir einstaklinga sem nota vímuefni í æð þar sem þeir geta átt skjól og aðgang að hreinum nálaskiptabúnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Dómsmálaráðherra segir „mikla ánægju“ með þróun mála hjá lögreglunni – Biggi lögga orðlaus

Dómsmálaráðherra segir „mikla ánægju“ með þróun mála hjá lögreglunni – Biggi lögga orðlaus
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Uppruni þórðargleðinnar

Uppruni þórðargleðinnar
Eyjan
Í gær

Vigdís heimfærir OR málið upp á Reykjavíkurborg: „Á ekki bara að eiga við þegar karlmenn brjóta á rétti kvenna – heldur líka þegar konur brjóta á rétti karla“

Vigdís heimfærir OR málið upp á Reykjavíkurborg: „Á ekki bara að eiga við þegar karlmenn brjóta á rétti kvenna – heldur líka þegar konur brjóta á rétti karla“
Eyjan
Í gær

Murakami kippir fótunum undan Nýja Nóbelnum

Murakami kippir fótunum undan Nýja Nóbelnum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leggur til að mannanafnanefnd verði lögð niður – Frjálst val við nafngift – Ný viðbót við -son og -dóttir

Leggur til að mannanafnanefnd verði lögð niður – Frjálst val við nafngift – Ný viðbót við -son og -dóttir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fullyrti það að Sigmundur hefði haft einn aðstoðarmann – Þeir voru í reynd sjö

Fullyrti það að Sigmundur hefði haft einn aðstoðarmann – Þeir voru í reynd sjö