fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Breskir miðlar vitna ítrekað í rússnesk nettröll á Twitter

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 11. september 2018 12:00

Sérstöku sambandi Trump og Twitter lýkur senn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttamiðlar í Bretlandi hafa vitnað oftar en 100 sinnum í tíst rússneskra nettrölla, samkvæmt rannsókn The Guardian í Bretlandi.

Fréttirnar fjölluðu til dæmis um Donald Trump, Bandaríkjaforseta, Donald Glover, leikstjóra og tónlistarmann og Lenu Dunham, leikkonu og leikstjóra.

Bandaríska þingið birti upplýsingar um 1000 Twitter reikninga í júní, sem taldir eru koma frá Internet Research Agency (IRA), ríkisstuddu upplýsingafyrirtæki frá St. Pétursborg í Rússlandi, sem sérhæfir sig í upplýsingamengun.

Áður var vitað um 2000 Twitter reikninga frá fyrirtækinu og því ber það ábyrgð á yfir 3000 fölskum Twitter reikningum, sem hafa það að markmiði að afvegaleiða umræðu og fréttir.

Meðal þeirra miðla sem vitnuðu í falsreikningana eru BBC, The Telegraph, The Guardian, en bæði BBC og The Guardian hafa fjarlægt tístin úr fréttum sínum og viðurkennt að um falsreikninga var að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus