fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Útvarpsstjóri um kvartanir vegna samkeppnisstöðu RÚV-stúdíó: „Teljum við það skyldu okkar að nýta aðstöðu okkar með hag heildarinnar í huga“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 10. september 2018 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bréfi GN Studios ehf til Samkeppniseftirlitsins kemur fram gagnrýni á RÚV-Stúdíó, nýja einingu Ríkisútvarpsins, sem leigir út tækjabúnað og aðstöðu til sjónvarps- og kvikmyndagerðar, líkt og Morgunblaðið greindi frá um helgina. Í bréfinu er kvartað yfir að RÚV hafi með þessu ósanngjarnt forskot á samkeppnisaðila á markaði, þar sem erfitt sé fyrir aðrar tækjaleigur að keppa við slík verð sem RÚV býður, enda séu þær ekki á fjárlögum.

Í bréfinu kemur fram að svo virðist sem að RÚV-stúdíó sé ekki dótturfélag RÚV, heldur sér-eining innan RÚV ohf.

Sam­kvæmt 4. mgr. 4. gr. laga nr. 23/​2013 skulu dótt­ur­fyr­ir­tæki RÚV lúta sömu lög­gjöf og starf­semi fé­laga í sam­keppn­is­rekstri. Samkvæmt því ætti starf­sem­in því að lúta sam­keppn­is­lög­um nr. 44/​2005. Viðskipti RÚV og dótt­ur­fé­laga þess ættu þá að fara fram á markaðsleg­um for­send­um.

Útvarpsstjóri þiggur ábendingar

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir við Morgunblaðið í dag að  RÚV-stúdíó sé innan allra marka laganna og telur það  „…part af okkar hlutverki sem almannaþjónustumiðill að reyna að skapa aðstæður sem styðja við aðrar menningar- og menntastofnanir, sjálfstæða framleiðendur og fjölmiðla.“

Hann segir RÚV-stúdíó afmarkað svið í skipulagi RÚV sem hafi fyrst of fremst framleiðslutilgang á efni, og að þjónusta samstarfsaðila sem vilji nýta aðstöðuna. RÚV-stúdíó sé ekki dótturfélag, en sé aðskilið í bókum félagsins, líkt og auglýsingasalan:

„Stefnan var unnin í samráði við fjölda hagaðila og þetta var ein af þeim fjölmörgu ábendingum sem bárust í stefnumótunarvinnunni. Þar var bent á að það gæti bætt hag sjálfstæðra framleiðenda að koma þessu í fastara form og eftir því hefur verið unnið. RÚV er í almannaþágu, í eigu þjóðarinnar, og því teljum við það skyldu okkar að nýta aðstöðu okkar með hag heildarinnar í huga. Við viljum jú að hér á landi þrífist fjölbreytt flóra fjölmiðla og sjálfstæðra framleiðenda.“

Magnús segir að stefnt hafi verið á sanngjarna verðlagningu, en samanburður hafi verið erfiður, þar sem ekkert sambærilegt myndver sé á landinu. Auk þess séu aðrar verðskrár óaðgengilegar:

„Við höfum hins vegar ekki nokkurn áhuga á að bjóða verð sem er undir því sem gerist og gengur. Ef einhver telur að eitthvað megi betur fara í þeim efnum þiggjum við einfaldlega ábendingar um það með þökkum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka