fbpx
Eyjan

Smári McCarthy um Flokk fólksins: „Stunda popúlísk skítastjórnmál og daðra við þjóðerniskenndan rasisma“- Málið byggt á misritun

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 10. september 2018 20:30

Smári McCarthy þingmaður Pírata. Mynd/Sigtryggur Ari

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, viðraði þann möguleika á landsfundi flokksins um helgina að skoðað yrði að Ísland gengi úr Schengen samstarfinu og hafði Vísir eftir Karli Gauta, að kostnaðurinn væri hundruð milljarða á hverju ári.

Ummæli Karls Gauta urðu til þess að Smári McCarthy, þingmaður Pírata, fordæmdi „popúlísk skítastjórnmál“ Flokks fólksins og sagði flokkinn „daðra“ við „þjóðerniskenndan rasisma“:

„Ég vona að Karl Gauti lesi fjárlögin betur og átti sig á því að heildarútgjöld ríkisins eru 805 milljarðar á árinu 2018, en að Schengen samstarfið, sem m.a. tryggir lögreglunni aðgang að Evrópskum gagnagrunnum yfir glæpamenn, og leyfir milljónum manna að koma til Íslands árlega sem ferðamenn og eyða peningum hérna án þess að þurfa að heimsækja fyrst Íslenskt sendiráð, kostar 0,111 miljarð á ári ─ það er að segja 0,013% af fjárlögum. Það eru engir hundraðir milljarðar sem eru að fara í samevrópsku landamærin okkar. Þvert á móti er Schengen samstarfið líklega beinlínis ábyrgt fyrir hundruðum milljörðum í þjóðartekjum árlega.

Ef Flokkur Fólksins vill stunda popúlísk skítastjórnmál og daðra við þjóðerniskenndan rasisma, þá það. Ég get ekki stoppað ykkur í þeim viðbjóði. En ekki láta mig standa ykkur að því að bulla upp fáranlegar tölur þegar þið hafið allar forsendur að vita betur.“

Málið byggt á misritun

Fordæming Smára á Karli Gauta og Flokki fólksins fær á sig annan blæ þegar haft er til hliðsjónar að rangt var haft eftir Karli Gauta með kostnaðinn á Schengen samstarfinu. Frétt Vísis var nefnilega uppfærð, þar sem milljarðarnir urðu réttilega að milljónum.

Smári McCarthy áttaði sig á þessu og uppfærði fordæmingu sína, en sagði megnið af sínum punkti þó standa samt sem áður:

„[Uppfært: Vísir uppfærði fréttina; nú stendur „milljónir“ en ekki „milljarðar“; en megnið af þessum punkti stendur samt ─ Schengen er hræódýrt og algjörlega frábært fyrir Íslendinga; það veitir okkur mun meiri aðgang að heiminum en við annars hefðum og skapar okkur brjálæðislegan efnahagslegan ávinning.]“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þeir eru dýrustu þingmennirnir

Þeir eru dýrustu þingmennirnir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hversu vel þekkir þú íslensk stjórnmál? – Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú íslensk stjórnmál? – Taktu prófið!