fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Leita réttar síns vegna herþotubanns borgarstjóra: „Þetta er allt hið leiðinlegasta mál og tvískinnungurinn alger“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 10. september 2018 18:27

Dagur B. Eggertsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugsýningin sem haldin var í Reykjavík á laugardag var tveimur flugvélum fátækari en ráð var fyrir gert. Til stóð að tvær herþotur, af gerðinni Eurofighter, sem nú sinna loftrýmisgæslu NATO hér á landi, yrðu með í sýningunni og höfðu aðstandendur sýningarinnar útvegað öll tilskilin leyfi frá Reykjavíkurborg.

Hinsvegar barst tilkynning frá borgaryfirvöldum á fimmtudag, um að herþoturnar mættu ekki taka þátt. Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands sagði við Eyjuna að borgarstjóri hefði beitt sér sérstaklega í málinu:

„Undir eðlilegum kringumstæðum er það ekki þannig að borgarstjóri fari með loftrýmisvald í Reykjavík, en hann vísar í samkomulag frá 2013, sem Jón Gnarr borgarstjóri og Ögmundur Jónason, þáverandi innanríkisráðherra gerðu, en þar er talað um að hertengd starfssemi eigi ekki að fara fram á Reykjavíkurflugvelli. Samt var Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar búið að samþykkja flugið, gegn því að við gætum tryggt að hávaði yrði í lágmarki og aðeins yfir flugvallarsvæðinu og viðburðurinn yrði auglýstur þannig að ekki færi á milli mála hvað myndi fara þarna fram, sem og var ætlunin,“

segir Matthías og vísar til þess að í fyrrasumar flaug kanadísk herþota yfir borgina á flugsýningunni, sem varð til þess að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ítrekaði að hann hefði ekki gefið leyfi til þess, en einhverjar kvartanir bárust vegna hávaðans sem af fluginu hlaust.

Vísaði Dagur í áðurnefnt samkomulag ríkis og Reykjavíkurborgar frá 2013, þar sem tilgreint er að herflugvélar eigi ekki heima á Reykjavíkurflugvelli, nema um björgunarverkefni eða sérstakar ástæður væri að ræða.

Ekki hernaðartengd starfssemi

Dagur vísaði aftur til þessa samkomulags fyrir bannið á fluginu í ár, sem Matthías segir vera tvískinnung:

„Það hafa flugvélar frá bandaríska hernum verið að fljúga um Reykjavíkurflugvöll æ síðan, án þess að borgin geri sérstakar athugasemdir við það. Ástæðan fyrir því að við erum ósáttir við þessa ákvörðun er að þarna er ekki um hernaðartengda starfsemi að ræða á nokkurn hátt, en andi samkomulagsins frá 2013 miðar einmitt að því. Á meðan er Reykjavíkurborg að horfa í gegnum fingur sér með annarskonar flug herflugvéla, eins og þegar Danadrottning lenti hér í herflugvél danska flughersins og komu forsætisráðherra og forseta hingað til lands, í merktum herflugvélum. Ég hélt líka að það væri ákveðin sátt varðandi þessi mál, að skoða nýja valkosti varðandi flugvallarstæði og koma til móts við þarfir borgarinnar, en þegar við biðjum um svona lítilræði, þá er bara vísað í samkomulag og hlutirnir túlkaðir á þrengsta veg. Þetta er allt hið leiðinlegasta mál og tvískinnungurinn alger.“

Leita réttar síns

Matthías segir að farið verði lengra með málið:

„Já við reiknum með að kanna betur réttmæti þess að borgin beiti sér með þessum hætti. Því nú er annað hernaðarbrölt ekki bannað, til dæmis í höfnum þegar hingað koma herskip. Ég veit ekki til þess að herflutningar séu bannaðir á götum borgarinnar heldur, það skýtur því  skökku við að hertól séu eingöngu bönnuð á Reykjavíkurflugvelli, en ekki annarsstaðar.“

Í fyrra vísaði Dagur til þess að hávaði hafi hlotist af flugi herþotunnar yfir friðlandi fugla á viðkvæmum varptíma, sem væri fáránlegt. Hann vísaði þó ekki til neins hávaða í þetta skiptið, sem forsendu fyrir banninu:

„Ef hávaði hefði verið notaður sem afsökun, þá er rétt að minnast þess að sama dag var Októberfest haldið hjá Háskóla Íslands, þar sem mikið var kvartað undan hávaða, en það var þó samþykkt af borginni og mætti borgarstjóri sjálfur þangað í góðu yfirlæti. Á meðan erum við með okkar skemmtun, bara augljóslega ekki í náðinni. Þetta er ákveðinn tvískinnungur þykir mér og sorglegt hvernig meðferð flugið fær.“

Eurofighter herflugvél. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna