fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Kári svarar Líf: Með því að hleypa óbólusettum börnum í skóla ertu að refsa öllum hinum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 10. september 2018 16:30

Kári Stefánsson og Líf Magneudóttir. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir hættu á því að mislingar skjóti upp kollinum hér á landi og eina leiðin til að fyrirbyggja það sé að bólusetja fleiri. Í opnu bréfi sem er svar við grein Lífar Magneudóttur, borgarfulltrúa VG, sem var svar við bréfi Kára til hennar, segir Kári að bólusetningartíðni sé að falla hér á landi og með því að hleypa börnum sem ekki eru bólusett í skóla sé verið að stefna öllum börnunum í hættu.

Líf er þeirrar skoðunar að það eigi ekki að neita óbólusettum börnum um pláss á leikskóla, það eigi að fræða foreldra um mikilvægi bólusetninga en ekki fara í slíkar þvingunaraðgerðir. Setur hún það í pólitískt samhengi: „Í stað þess að snúa upp á hendurnar á fólki, skipa því fyrir og tala yfir hausamótunum á því með yfirlætislegum valdboðum tel ég að það sé alltaf betra að bjóða alla velkomna, opna faðminn, fræða og hjálpa þeim sem þurfa á því að halda. Að úthýsa börnum af leikskólum er ekki í takt við þann sósíalisma sem ég þekki og aðhyllist,“ sagði Líf í bréfi sínu til Kára sem birtist á vef Vísis.

Kári setur þetta í samhengi við það að fæða ekki og klæða börn, þá sé forræði tekið af foreldrum: „Það væri í fullu samræmi við þessa afstöðu sem samfélagið hefur til þarfa ófullráða einstaklinga að það kæmi til hjálpar ef foreldrar heykjast á því að láta bólusetja börn sín fyrir illvígum sjúkdómi og á þann máta setja þau og börn annarra í lífshættu“

Kári bætir svo við að pólitík Lífar sé meira í ætt við frjálshyggju en sósíalisma: „Þeir sem aðhyllast frjálshyggjuna í sínu óheftasta formi halda því gjarnan fram að með því sé verið að vega að félagslegu réttlæti, samhygð og virðingu fyrir fólki og mannhelgi. Þetta er skoðun sem er virðingarverð og skiljanleg þegar hún er skoðuð í samhengi við grundvallarhugmyndir frjálshyggjunar, en sá sem tjáir hana í nafni sósíalisma er annað hvort að villa á sér heimildir eða er búinn að brjóta áttavitann og drekka úr honum mentólsprittið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna