fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Kári svarar Líf: Með því að hleypa óbólusettum börnum í skóla ertu að refsa öllum hinum

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 10. september 2018 16:30

Kári Stefánsson og Líf Magneudóttir. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir hættu á því að mislingar skjóti upp kollinum hér á landi og eina leiðin til að fyrirbyggja það sé að bólusetja fleiri. Í opnu bréfi sem er svar við grein Lífar Magneudóttur, borgarfulltrúa VG, sem var svar við bréfi Kára til hennar, segir Kári að bólusetningartíðni sé að falla hér á landi og með því að hleypa börnum sem ekki eru bólusett í skóla sé verið að stefna öllum börnunum í hættu.

Líf er þeirrar skoðunar að það eigi ekki að neita óbólusettum börnum um pláss á leikskóla, það eigi að fræða foreldra um mikilvægi bólusetninga en ekki fara í slíkar þvingunaraðgerðir. Setur hún það í pólitískt samhengi: „Í stað þess að snúa upp á hendurnar á fólki, skipa því fyrir og tala yfir hausamótunum á því með yfirlætislegum valdboðum tel ég að það sé alltaf betra að bjóða alla velkomna, opna faðminn, fræða og hjálpa þeim sem þurfa á því að halda. Að úthýsa börnum af leikskólum er ekki í takt við þann sósíalisma sem ég þekki og aðhyllist,“ sagði Líf í bréfi sínu til Kára sem birtist á vef Vísis.

Kári setur þetta í samhengi við það að fæða ekki og klæða börn, þá sé forræði tekið af foreldrum: „Það væri í fullu samræmi við þessa afstöðu sem samfélagið hefur til þarfa ófullráða einstaklinga að það kæmi til hjálpar ef foreldrar heykjast á því að láta bólusetja börn sín fyrir illvígum sjúkdómi og á þann máta setja þau og börn annarra í lífshættu“

Kári bætir svo við að pólitík Lífar sé meira í ætt við frjálshyggju en sósíalisma: „Þeir sem aðhyllast frjálshyggjuna í sínu óheftasta formi halda því gjarnan fram að með því sé verið að vega að félagslegu réttlæti, samhygð og virðingu fyrir fólki og mannhelgi. Þetta er skoðun sem er virðingarverð og skiljanleg þegar hún er skoðuð í samhengi við grundvallarhugmyndir frjálshyggjunar, en sá sem tjáir hana í nafni sósíalisma er annað hvort að villa á sér heimildir eða er búinn að brjóta áttavitann og drekka úr honum mentólsprittið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka