fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Hyldýpi milli ungra og gamalla kjósenda

Egill Helgason
Mánudaginn 10. september 2018 11:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verður fólk íhaldssamara með aldrinum? Við teljum víst flest að svo sé. Í niðurstöðum sem birtast í breska blaðinu Evening Standard má sjá þetta svart á hvítu – eða blátt á rauðu. Þetta er byggt á skoðanakönnun YouGov frá því í lok ágúst, en er sett fram á Twittersíðu sem nefnist Election Maps UK.

Þessi greining sýnir ótrúlegt  hyldýpi sem er staðfest milli ungra og gamalla kjósenda í Bretlandi. Efri myndin birtir kosningalandslagið eins og það liti út ef einungis fólk á aldrinum 18-24 ára fengi að kjósa. Þá fengi Verkamannaflokkurinn 66 prósent atkvæða og 600 sæti í þinginu.

Íhaldsflokkurinn fengi 12 prósent og ekkert sæti. Frjálslyndir demókratar eru meira að segja hærri.

 

 

Neðri myndin sýnir hvernig þetta lítur út ef einungis fólk sem er yfir 65 ára fengi að kjósa. Þarna hefur þetta alveg snúist við. Íhaldsflokkurinn fengi 62 prósent og 575 sæti en Verkamannaflokkurinn 18 prósent og 32 sæti.

 

 

Svo má spyrja – verður fólk vitrara með aldrinum? Einhvers staðar sá ég bent á að það væri gamla 68-kynslóðin, bítlakynslóðin, sem væri orðin svona íhaldssöm. Samkvæmt upplýsingum Election Maps fer fólk að hallast að Íhaldsflokknum á miðjum aldri – í greininni segir að markið sé 47 ár.

Svo myndi kannski einhver segja að framtíð flokks sem höfðar mest til gamals fólks sé ekki björt. En á móti kemur, eins og hefur sýnt sig í kosningum víða um heim, að ungt fólk skilar sér verr á kjörstað en hinir eldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna