fbpx
Eyjan

Ármann Kr: „Kópavogur er í óásættanlegri stöðu hvað varðar fjölda hjúkrunarrýma“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 10. september 2018 09:58

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Fyrir tveimur árum var skrifað undir samkomulag um stækkun hjúkrunarheimilis í Boðaþingi í Kópavogi með tengibyggingu yfir í nýtt hús með 64 hjúkrunarrýmum. Arkitektar að eldra húsinu töldu sig hinsvegar eiga rétt á að teikna nýja húsið og fóru fram á lögbann á hönnunarsamkeppni þar um. Það mál velkist nú um í Landsrétti og gætu framkvæmdirnar tafist fram til 2020.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir við Fréttablaðið í dag að afleiðingin sé ein sorgarsaga:

„Það var skrifað undir með pompi og prakt en síðan hefur sáralítið gerst og þetta er orðið ein sorgarsaga. Staðan er þá núna að Kópavogur er í óásættanlegri stöðu hvað varðar fjölda hjúkrunarrýma miðað við þau sveitarfélög sem við berum okkur saman við.“

Hann vill að heilbrigðisráðuneytið beiti sér svo skriður komist í málið:

„Það verður að taka þetta úr þessum hjólförum að okkar mati og við höfum sagt að við séum tilbúin til að taka þetta verkefni yfir og keyra þetta verkefni í höfn. Við höfum skrifað ráðuneytinu þess efnis og fengum svar nú þar sem beðið er dóms í Landsrétti vegna málsins.“

Ófremdarástand

Í bókun bæjarráðs Kópavogs er lýst yfir vonbrigðum með afstöðu ráðuneytisins og skorað á ráðherra að beita sér:

 

„Bæjarráð Kópavogs lýsir yfir vonbrigðum með afstöðu heilbrigðisráðuneytisins og skorar á ráðherra að veita Kópavogsbæ heimild til að taka yfir framkvæmdir við stækkun hjúkrunarheimilisins við Boðaþing. Um er að ræða 64 rými en samkvæmt svari ráðuneytisins má búast við því að framkvæmdir geti tafist til ársins 2020 sem væri fjórum árum á eftir áætlun. Það ófremdarástand sem ríkir í bið eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu verður að leysa. Hægt væri að hefja framkvæmdir innan 6 mánaða við byggingu hjúkrunarheimilis við Boðaþing ef Kópavogur fengi heimild ráðuneytisins til að taka verkið yfir. Vegna mikilla tafa við stækkun Boðaþings er nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. Kópavogsbær er tilbúinn, í samstarfi við hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð, að fjölga dagvistunarrýmum fyrir aldraða um 10 sem mun nýtast allt að 25 manns sem eru á biðlista sem telur 135 manns.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

„Er ekki rétt, þegar reynt er að rétta hlut og skjóta stoðum und­ir sjálf­stæða fjöl­miðla, að byrja á því að tryggja að Rík­is­út­varpið fari að lög­um?

„Er ekki rétt, þegar reynt er að rétta hlut og skjóta stoðum und­ir sjálf­stæða fjöl­miðla, að byrja á því að tryggja að Rík­is­út­varpið fari að lög­um?
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Dómsmálaráðherra segir „mikla ánægju“ með þróun mála hjá lögreglunni – Biggi lögga orðlaus

Dómsmálaráðherra segir „mikla ánægju“ með þróun mála hjá lögreglunni – Biggi lögga orðlaus
Eyjan
Í gær

Stuðningur við ríkisstjórnina fer minnkandi – 41,1 % fylgi

Stuðningur við ríkisstjórnina fer minnkandi – 41,1 % fylgi
Eyjan
Í gær

Vigdís heimfærir OR málið upp á Reykjavíkurborg: „Á ekki bara að eiga við þegar karlmenn brjóta á rétti kvenna – heldur líka þegar konur brjóta á rétti karla“

Vigdís heimfærir OR málið upp á Reykjavíkurborg: „Á ekki bara að eiga við þegar karlmenn brjóta á rétti kvenna – heldur líka þegar konur brjóta á rétti karla“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ráðuneytunum fjölgað – Ásmundur fær embættistitilinn félags- og barnamálaráðherra

Ráðuneytunum fjölgað – Ásmundur fær embættistitilinn félags- og barnamálaráðherra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Leggur til að mannanafnanefnd verði lögð niður – Frjálst val við nafngift – Ný viðbót við -son og -dóttir

Leggur til að mannanafnanefnd verði lögð niður – Frjálst val við nafngift – Ný viðbót við -son og -dóttir