fbpx
Eyjan

Viðskiptasamningar undirritaðir í Kína

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. september 2018 17:20

Guðlaugur Þór og Fu Ziying aðstoðarviðskiptaráðherra skrifa undir samninginnn

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir samkomulag við kínversk stjórnvöld um aukið samstarf á sviði jarðvarma og rafrænna viðskipta. Þá var hindrunum á lambakjötsútflutningi til Kína rutt úr vegi á fundi utanríkisráðherra með ráðherra tollamála í Kína.

Guðlaugur Þór er í fjögurra daga heimsókn í Kína. Í gær átti hann fundi með varaforseta og utanríkisráðherra Kína en í dag hitti hann aðstoðarviðskiptaráðherra og tollamálaráðherra landsins.

Á fundinum með Fu Ziying, aðstoðarviðskiptaráðherra, skrifuðu þeir Guðlaugur Þór undir samkomulag um aukna samvinnu á sviði jarðvarma og rafrænna viðskipta. Skipaðir verða vinnuhópar sem eiga að útfæra samkomulagið nánar og er von á kínverskri sendinefnd um rafræn viðskipti til landsins strax í haust.

„Samkomulagið sem við undirrituðum í dag hefur tvímælalaust í för með sér gagnkvæman ávinning því grænir orkugjafar eru forgangsmál í umhverfis- og loftslagsstefnu Kínverja og þar höfum við sannarlega margt fram að færa. Þá er samstarf um rafræn viðskipti mikilvægt fyrir frekari framþróun í viðskiptasambandi þjóðanna en á því sviði standa Kínverjar mjög framarlega,“ sagði Guðlaugur Þór að undirritun lokinni.

Guðlaugur Þór og Ni Yuefeng tollamálaráðherra skrifa undir samninginn

Guðlaugur Þór og Ni Yuefeng tollamálaráðherra skrifa undir samninginn. Mynd: Utanríkisráðuneytið

Síðdegis undirrituðu Guðlaugur Þór og Ni Yuefeng, tollamálaráðherra Kína, svo bókun við fríverslunarsamning Íslands og Kína um heilbrigðisvottun á íslensku lambakjöti. Þar með opnast afar stór markaður fyrir íslenskt lambakjöt.

„Í dag stigum við enn eitt skrefið til að liðka fyrir framkvæmd fríverslunarsamningsins sem við undirrituðum fyrir fimm árum. Kínverskir ráðamenn létu í ljós á fundinum eindreginn vilja til að aflétta þessum hindrunum þannig að markaðir opnist fyrir annars vegar fiskimjöl og lýsi og hins vegar eldisfisk.

Um helgina heimsækir Guðlaugur Þór borgina Xiongan í Hebei-héraði þar sem íslenska orkufyrirtækið Arctic Green Energy og kínverska orkufyrirtækið Sinopec reka sameiginlega hitaveitu. Þá ætlar utanríkisráðherra að kynna sér starfsemi hátæknifyrirtækisins Huawei.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Alvarlegar aðfinnslur gerðar á starfssemi Samgöngustofu: „Full þörf á að ljúka þessari vinnu“

Alvarlegar aðfinnslur gerðar á starfssemi Samgöngustofu: „Full þörf á að ljúka þessari vinnu“
Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða fríhöfnina í Leifsstöð

Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða fríhöfnina í Leifsstöð
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Leiguverð í Reykjavík hærra en í höfuðborgum nágrannalanda

Leiguverð í Reykjavík hærra en í höfuðborgum nágrannalanda
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta er dýrasti þingflokkurinn

Þetta er dýrasti þingflokkurinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hin endalausu Brexit-vandræði

Hin endalausu Brexit-vandræði