fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Þegar Kringlan var kartöflugarður

Egill Helgason
Föstudaginn 7. september 2018 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi ljósmynd eftir Björn Björnsson er mynd mánaðarins hjá Þjóðminjasafni Íslands. Hún sýnir horfinn heim í Reykjavík – sem æ færra fólk man eftir. Árið er 1958, svo þetta er ekki alveg í fornöld. Við sjáum að Sjómannaskólinn trónir þarna efst og vatnstankurinn fyrir framan – þetta er á svokölluðu Rauðarárholti, en það er örnefni sem ekki heyrist oft núorðið.

Það eru farin að rísa íbúðarhús á holtinu, mörg býsna vegleg – þessi staður þótti eftirsóttur til búsetu meðal efnafólks. En svo tekur sveitin við. Hin mörgu litlu hús sem eru eins og stráð þarna um tilheyra garðlöndum sem teygðu sig allt upp í Kringlumýri – þar sem Kringlan er nú.

Húsin voru flest fátækleg, sum ekki annað en kofar og geymslur, en í öðrum voru vistarverur þar sem hægt var að hreiðra um sig. Þetta er í anda þess sem á dönsku kallast kolonihaver eða nýlendugarðar. Sú hreyfing byrjaði strax í lok 19. aldar, þetta var pláss sem verkafólki var úthlutað til að geta stundað ræktun og notið þess að vera í návist við náttúruna. Á millistríðsárunum er sagt að hafi verið 100 þúsund nýlendugarðar í Danmörku og þeir hafa alls ekki horfið – nú eru þeir taldir vera um 60 þúsund. En á Íslandi stóð þetta skemur og er sama og ekkert eftir af slíkum görðum.

 

 

Í Bandaríkjunum kallast þetta fyrirbæri Victory Gardens, og þar urðu þeir einkum tíl á árum fyrri og seinni heimsstyrjaldanna. Bæði var þetta liður í matvælaframleiðslu en einnig þótti þetta gott fyrir siðferðisstyrk þjóðarinnar. Í Fenway hverfinu í Boston, sem er í raun í miðborginni, er mjög gott dæmi um slíka garða sem hafa fengið að halda sér.

 

 

Á vef Þjóðminjasafnsins segir að fyrstu ræktunargörðunum í Reykjavík hafi verið úthlutað 1933, í kreppunni.  Segir að garðlöndin hafi legið „í hálfhring um bæinn, frá Sundlaugunum að norðan um Kringlumýri og Fossvog vestur á Mela.‟

Það þótti mikilvægt að heimilin gætu ræktað sitt eigið grænmeti – ekki síst kartöflur – það þótti mikil búbót á tíma þegar ríkti almennur skortur. Um þetta er mikið fjallað í bók Eggerts Þórs Bernharðssonar sagnfræðings, Sveitin í sálinni. Hér er umfjöllun um hana úr Kiljunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna