fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Kokkalandsliðið riftir samningnum við Arnarlax – Bera við vanefndum á greiðslum

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. september 2018 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax, sem gerður var 20. ágúst. Stjórn Klúbbs matreiðslumeistara ákvað þetta í dag og segja ástæðuna vera vanefndir Arnarlax á samningnum, greiðsla hafi ekki borist 1. september síðastliðinn samkvæmt samningi og því hafi honum verið rift.

„Stjórn KM harm­ar þau viðbrögð sem sam­starfs­samn­ing­ur­inn hef­ur valdið. Það er von stjórn­ar KM að með þessu skap­ist sátt um störf kokka­landsliðsins í framtíðinni og að for­svars­menn Arn­ar­lax og aðrir sem að mál­inu koma sýni mál­inu skiln­ing,“

segir í tilkynningu frá lögmanni Klúbbs matreiðslumeistara, Einari Huga Bjarnasyni, sem mbl.is greinir frá.

Greiðsla barst ekki

Einar segir við Vísi að samningurinn hafi hljóðað upp á tveir greiðslur, sú fyrri hafi átt að greiðast 1. september og sú seinni 1. mars. Engin greiðsla hafi borist fyrir átta dögum og því hafi samningnum verið rift:

„Ég vil ekki fara út í efnisatriði samningsins en get þó upplýst að þetta var tiltekin fjárhæð sem átti að berast í tveimur greiðslum. Sú fyrri 1. september og seinni 1. mars. Sú fyrri er fallinn á gjalddaga. Greiðslan var ekki innt af hendi.“

Þrettán úrsagnir úr landsliðinu

Matreiðslumeistarinn Sturla Birgisson sagði sig úr KM í kjölfar þess að samstarfssamningurinn var gerður. Hann benti á þá skekkju sem uppi væri, að helstu veitingahús landsins hefðu tekið saman höndum með því að lýsa yfir að þau notuðu einungis lax  úr landeldi, en síðan hefði Klúbbur matreiðslumeistara látið „glepjast“ af fé Arnarlax.

Alls höfðu 13 kokkar sagt sig úr kokkalandsliðinu í gær til að mótmæla samningnum við Arnarlax, sem framleiði lax í opnu sjókvíaeldi.

Fara eftir lögum og reglum

Formaður KM, Björn Bragi Bragason, sagði við DV í gær, aðspurður hvort eðlilegt væri fyrir KM að gera samning við fyrirtæki sem uppfyllti ekki alþjóðlegar gæðakröfur, að það væri „áhugaverð“ spurning, en Arnarlax er ekki með ASC-vottun svokallaða, sem gerir strangar gæðakröfur varðandi sjálfbæra og umhverfisvæna framleiðslu:

„Þetta er mjög áhugaverð spurning. Arnarlax er náttúrlega bara fyrirtæki sem starfar í íslenskri lögsögu og er með starfsleyfi á Íslandi og fylgir lögum landsins. Klúbbur matreiðslumeistara, sem á og rekur kokkalandsliðið, er ópólitískur félagsskapur og við getum ekki tekið afstöðu til þess hvaða ræktunarleiðir eru notaðar svo lengi sem þær standast lög og reglur landsins,“

sagði Björn Bragi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus