fbpx
Eyjan

Kanna grundvöll fyrir „ofurbandalagi“ verkalýðshreyfingarinnar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. september 2018 15:45

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Í ályktun  frá fundi stjórnar Eflingar-stéttarfélags þann 6. september, var formanni og forystu félagsins falið að „kanna grundvöll þess að efna til samflots í kjaraviðræðum milli tveggja stærstu hópa launafólks á Íslandi, almenns verkafólks innan Starfsgreinasambandsins og verslunarfólks innan VR og Landssambands verslunarmanna,“ segir á heimasíðu Eflingar.

Er það sagt vera mat stjórnar Eflingar að slíkt samflot myndi færa verkalýðshreyfingunni „mikinn styrk og slagkraft“ í komandi kjaraviðræðum.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagðist fagna þessu framtaki:

„Ég fagna þessari ályktun stjórnar Eflingar gríðarlega. Það hefur myndast mjög gott samband milli nýrrar forystu VR og Eflingar, tveggja stærstu félaga launafólks á Íslandi, og í því felast miklir möguleikar sem landssamtökin hljóta að geta nýtt sér líka. Með samfloti SGS og VR eða Landssambands verslunarmanna yrði til mögulega öflugasta bandalag sem sést hefur í kjarasamningum á Íslandi. Ég trúi því heitt og innilega að samhljómurinn milli Eflingar og VR sé eitthvað sem eigi einnig að nást innan landssambandanna enda stöndum við alltaf sterkari sameinuð. Hækkun lægstu launa, breytingar á bóta- og skattkerfinu fyrir hina tekjulægstu, umbætur á fjármálakerfinu og stórtækar aðgerðir í húsnæðismálum – allt eru þetta atriði sem ég trúi ekki að nokkur maður geti lagst gegn innan míns landssambands, Starfsgreinasambandsins. Ég er mjög spennt að sjá hvert þetta geti leitt okkur og mun tala fyrir þessu innan SGS.“

 

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, spyr á Facebooksíðu sinni, hvernig fólki lítist á slíkt ofurbandalag og uppsker nokkuð jákvæð viðbrögð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samanburður við lýðveldishátíð og kristnitökuafmæli út í hött

Samanburður við lýðveldishátíð og kristnitökuafmæli út í hött
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Félagsbústaðir fá fjárveitingu – Utangarðsfólk fær smáhýsi

Félagsbústaðir fá fjárveitingu – Utangarðsfólk fær smáhýsi