fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Ísland „nánast alltaf með“ í pólitískum yfirlýsingum Evrópusambandsins – Hættu eftir viðskiptabann Rússlands

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. september 2018 09:01

Mynd/hi.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði Háskóla Íslands, gagnrýnir að ekki sé meira samráð milli ríkja Evrópusambandsins og  EFTA/EES ríkjanna, þegar kemur að þátttöku í pólitískum yfirlýsingum Evrópusambandsins. Tilefnið er viðskiptabannið sem Rússland setti á Ísland 2015 vegna þátttöku þess í þvingunaraðgerðum Vesturlanda  vegna innrásar Rússlands á Krímskaga:

„Við tökum þátt í þessum þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi í tengslum við aðild okkar að EES-samningnum og á það einnig við um flestallar aðrar þvingunaraðgerðir sem Ísland tekur þátt í. Stjórnvöld ákváðu að farsælla væri að vera í samfloti með helstu bandalagsríkjum okkar innan ESB og Bandaríkjunum en að rjúfa samstöðuna þó að það kostaði þjóðarbúið nokkuð,“

segir Baldur við Morgunblaðið.

Nánast alltaf með

„Evrópusambandið ákveður þessar pólitísku yfirlýsingar, s.s. þær sem taka til þvingunaraðgerða, og er Íslandi, Noregi og Liechtenstein boðið að taka þátt í þeim. Framkvæmdin hefur hins vegar verið þannig að ríkjunum þremur er tilkynnt um þær og þau spurð hvort þau vilji vera með eða ekki. Og við erum nánast alltaf með,“

segir Baldur, sem er gagnrýninn á þetta fyrirkomulag:

 „Ég hef áður gagnrýnt að ekki sé alvörusamráð á milli ríkja ESB annars vegar og EFTA/EES hins vegar, um þetta og um leið að hér heima eigi sér ekki stað nein alvöru umræða um þátttöku Íslands í þessum pólitísku yfirlýsingum.“

Ísland lætur lítið fyrir sér fara

Eftir viðskiptabann Rússlands 2015 dró Ísland sig úr öllum pólitískum yfirlýsingum ESB um þvingunaraðferðir, þó það væri enn þátttakandi í þeim.

Baldur segir að Ísland sé að reyna að láta fara lítið fyrir sér:

„Þetta er dálítið sérkennilegt, en ég met það svo að menn séu að reyna að láta lítið fara fyrir sér. Þegar fjölmiðlar erlendis birta fréttir af því að Evrópusambandið hafi endurnýjað þvinganir gagnvart Rússlandi eru nöfn Noregs og Liechtenstein á yfirlýsingunni en ekki Ísland. Ég tel að íslensk stjórnvöld hafi með þessu verið að vonast til þess að rússnesk stjórnvöld myndu draga úr þvingunum sínum gegn Íslandi. Það hafa þau hins vegar ekki gert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki