fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Hagvöxtur árið 2017 var 4% – Þjónustujöfnuður hagstæður um rúman 271 milljarð

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. september 2018 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt endurskoðuðum þjóðhagsreikningum reyndist landsframleiðslan hafa aukist nokkru meira en fyrri tölur bentu til eða um 4% að raungildi á árinu 2017, samanborið við 3,6% samkvæmt áður birtum niðurstöðum. Einkaneysla og fjárfesting vógu þyngst í vexti landsfram­leiðslunnar en alls jukust þjóðarútgjöld um 7,0%. Einka­neysla jókst um 7,9%, samneysla um 3,1% og fjárfesting um 9,5%.

Út­flutn­ingur jókst um 5,5% á árinu 2017 sem er nokkuð hægari vöxtur en árið 2016 þegar útflutningur jókst um 10,9%. Á árinu 2017 jókst innflutningur um 12,5% og dró utanríkisverslun úr hagvexti þrátt fyrir 106,8 milljarðs króna afgang af vöru- og þjónustuviðskiptum á liðnu ári.

Fjárfesting jókst um 9,5% árið 2017 samanborið við 21,7% vöxt árið 2016. Aukning í fjárfestingu atvinnuveg­anna nam 4,8% og íbúðafjárfesting jókst um 18,4%. Fjárfesting hins opinbera jókst um 26,9% á árinu 2017 sem er töluvert meiri vöxtur en síðustu ár.

Afgangur af launa- og fjáreignatekjum frá útlöndum nam um 1,5 milljörðum króna á síðasta ári samanborið við 44,8 milljarða árið 2016. Viðskipta­kjaraáhrif, sem hlutfall af landsframleiðslu fyrra árs, voru jákvæð um 0,8%. Þrátt fyrir jákvæð viðskiptakjaraáhrif hefur minni afgangur af launa- og fjáreignatekjum frá útlöndum þau áhrif að þjóðar­tekjur jukust minna en sem nam vexti lands­fram­leiðslu á árinu 2017 eða um 3%, saman­borið við 11,3% aukningu árið áður.

Vegna tafa á útgáfu Ríkisreiknings fyrir árið 2017 eru þjóðhagsreikningar nú birtir með fyrirvara um óvissu í uppgjöri fjármála hins opinbera. Athygli er sömuleiðis vakin á því að útgáfu hagtíðinda: Fjármál hins opinbera 2017 – endurskoðun, sem fyrirhuguð var þann 14. september hefur af sömu ástæðu verið frestað til 13. desember næstkomandi.

Landsframleiðslan 2017 – endurskoðun -Hagtíðindi

Talnaefni

 

Þjónustujöfnuður við útlönd hagstæður um 271,4 milljarða króna 2017

Þjónustujöfnuður
Á árinu 2017 voru tekjur af útfluttri þjónustu 675,8 milljarðar króna en útgjöld vegna innfluttrar þjónustu 404,4 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 271,4 milljarða króna samanborið við 257 milljarða árið 2016.

Útflutningur
Ferðaþjónusta var stærsti tekjuliðurinn eða 47,6% af útfluttri þjónustu og hækkar frá árinu 2016 um 11,2% á gengi hvors árs. Þjónustuútflutningur á samgöngum og flutningum var 33,8% af heildarútflutningi þjónustu 2017 og hækkar um 4,7% á milli ára á gengi hvors árs. Saman standa þessir tveir liðir undir 81,4% af heildarþjónustutekjum 2017. Stærstu viðskiptalönd í þjónustuútflutningi voru Bandaríkin (28,7% af heild) og Bretland (11,6% af heild) en 46,5% tekna kom frá ríkjum ESB.

Innflutningur
Ferðaþjónusta var einnig stærsti útgjaldaliðurinn 2017 eða 43,8% af innfluttri þjónustu og hækkar á milli ára um 16,5% á gengi hvors árs. Útgjöld vegna annarrar viðskiptaþjónustu voru 19,3% af heildarinnflutningi þjónustu en þar af voru útgjöld vegna rekstrarleigu 8,8% af heildarinnflutningi. Útgjöld vegna annarra viðskiptaþjónustu hafa lækkað frá árinu 2016 um 14,9% á gengi hvors árs. Útgjöld vegna samgangna og flutninga námu 16,3% af heildar þjónustuinnflutningi en um er að ræða 2,3% hækkun frá 2016, á gengi hvors árs. Stærstu viðskiptalönd í þjónustuinnflutningi voru Bandaríkin (16,9% af heild) og Bretland (16,0% af heild) en 68,9% af innflutningi á þjónustu kom frá ríkjum ESB.

Töflur með ýtarlegri sundurliðun þjónustuflokka og landaskiptingu eru birtar á vef Hagstofunnar.

Þjónustuviðskipti við útlönd 2016-2017 eftir flokkunum
2016 2017 Breyting á milli ára %
Útflutningur Innflutningur Útflutningur Innflutningur Útflutningur Innflutningur
Verðmæti í milljónum króna
Þjónusta alls 646.382,5 389.378,0 675.782,6 404.385,3 4,5 3,9
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara 6.820,0 0,0 0,0 0,0 -100,0
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. 7.548,5 19.276,0 6.475,5 17.902,0 -14,2 -7,1
3. Samgöngur og flutningar 218.140,4 64.318,8 228.366,3 65.780,6 4,7 2,3
4. Ferðalög 289.337,9 152.026,2 321.726,2 177.046,3 11,2 16,5
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð 1.992,5 3.354,3 2.763,0 3.515,9 38,7 4,8
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta 1.876,8 4.287,4 1.722,1 4.320,7 -8,2 0,8
7. Fjármálaþjónusta 14.643,6 8.238,7 17.526,4 7.403,6 19,7 -10,1
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. 22.609,3 12.664,6 26.995,1 12.369,7 19,4 -2,3
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta 33.502,6 23.485,2 32.391,7 27.974,2 -3,3 19,1
10. Önnur viðskiptaþjónusta 40.566,1 91.673,8 31.138,7 77.992,1 -23,2 -14,9
11. Menningar, afþreyingar og persónuleg þjónusta 6.809,8 7.957,5 4.303,5 8.094,4 -36,8 1,7
12. Opinber þjónusta ót.a. 2.534,9 1.870,7 2.374,2 1.985,7 -6,3 6,1
Þjónustuviðskipti við útlönd árið 2016-2017 eftir markaðssvæðum
2016 2017 Breyting á milli ára %
Útflutningur Innflutningur Útflutningur Innflutningur Útflutningur Innflutningur
Verðmæti í milljónum króna
Þjónusta alls 646.382,5 389.378,0 675.782,6 404.385,3 4,5 3,9
ESB 301.001,3 250.641,7 314.366,2 278.678,5 4,4 11,2
Bretland 75.944,4 59.739,1 78.683,8 64.582,8 3,6 8,1
Þýskaland 44.756,1 17.698,0 45.757,9 18.101,8 2,2 2,3
Danmörk 33.543,9 32.615,8 33.812,1 35.640,9 0,8 9,3
Önnur ESB lönd 146.756,9 140.588,8 156.112,4 160.353,0 6,4 14,1
EFTA 44.061,3 24.364,3 34.509,2 19.879,7 -21,7 -18,4
Önnur Evrópulönd 7.226,3 7.907,0 9.255,0 8.350,0 28,1 5,6
Bandaríkin 175.411,9 75.915,1 194.192,6 68.501,0 10,7 -9,8
Asía 58.119,3 14.431,8 57.583,0 13.669,4 -0,9 -5,3
Önnur lönd 60.562,4 16.118,1 65.876,6 15.306,7 8,8 -5,0

Talnaefni 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka