fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Frjálsi mótmælir málflutningi Ragnars Þórs: Segir samanburðinn villandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. september 2018 19:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frjálsi lífeyrissjóðinn hefur sent frá sér athugasemd við frétt Eyjunnar um gagnrýni Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á ávöxtun Frjálsa lífeyrissjóðsins. Ragnar gaf í skyn að Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefði stundað blekkingar við miðlun upplýsingar um ávöxtun sjóðsins, og að sjóðurinn hafi undanfarið skilað lakari ávöxtun en Almenni lífeyrissjóðurinn. Sjá nánar hér.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn segir Ragnar Þór beita villandi samanburði og hafnar samanburði hans í eftirfarandi tilkynningu:

„Frjálsi lífeyrissjóðurinn hafnar villandi samanburði Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns Verslunarmannafélags Reykjavíkur á ávöxtun lífeyrissjóða sem er birtur á vef DV í dag.

Ragnar heldur því fram að Frjálsi lífeyrissjóðurinn hafi skilað lakari ávöxtun á sl. 3 árum en Almenni lífeyrissjóðurinn. Þetta er rangt hvort sem horft er til samtryggingardeildar eða sjóðsins í heild (samtrygging og séreign samanlagt).

Ragnar tekur ekki tillit til þess að samtryggingardeild Frjálsa lífeyrissjóðsins gerir skuldabréf að hluta upp á kaupkröfu en Almenni lífeyrissjóðurinn á markaðskröfu.

Samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Analytica er raunávöxtun samtryggingadeildar Frjálsa sl. 3 ár reiknuð á markaðskröfu 5,20% (ekki 3,96%) eftir kostnað á móti 4,77% hjá Almenna. Þá skilaði Frjálsi í heild 4,43% ávöxtun á sama tímabili á móti 4,02% hjá Almenna. Frjálsi hafnar jafnframt umfjöllun Ragnars um rekstarkostnað sjóðsins og vísast til fréttar á vef sjóðsins frá því í gær.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki