fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Sanna Magdalena: „Höfum látið kapítalistana komast upp með að níðast á launafólki og leigufélögin og starfsmannaleigurnar níðast á leigjendum“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. september 2018 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, fjallaði um stöðu innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda á borgarstjórnarfundi í gær. Hún segir kapítalista koma illa fram við þennan hóp fólks og níðast á verkafólki og sakar Strætó um spillt hugarfar.

Hún segir stöðu þessa fólks slæma og það sé fyrsta verk stjórnvalda að vernda slíkt fólk, því þetta sé hópurinn sem kastað sé fyrir úlfana:

„Við verðum að vakna sem samfélag. Reykjavík þarf að vakna. Fara út, opna augun og sjá og heyra hvað er verið að gera þessu fólki. Það er fyrsta verkefni Reykjavíkur að stöðva kúgunina gagnvart þessu fólki. Það gengur ekki að kapítalismanum sé sleppt lausum á stóran hóp fólks vegna þess að hann sé innflytjendur. Á því berum við öll ábyrgð. Á hverjum degi. Þegar við lesum um fólk sem leigir bedda og er látið vinna langan vinnudag fyrir lægri laun en lágmarkslaun þá eru það við sem erum að gera þessu fólki þetta. Það erum við sem eigum að tjóðra kapítalismann. Við vitum mæta vel að hann er grimm skepna. Þess vegna höfum við verndað launafólk og varið almenningi með lögum og mannréttindum. Við eigum ekki að horfa fram hjá ömurlegum aðstæðum innflytjenda vegna þess að þau eru ekki við, vegna þess að þau eru útlendingar. En þau eru við. Og ekki bara vegna þess að við erum öll fólk, jöfn og jafn helg, heldur líka vegna þess að innflytjendur eru Íslendingar og hvernig kapítalistarnir koma fram við þau og hvernig stjórnvöld bregðast þeim mótar samfélagið okkar.“

Spillt hugarfar Strætó og níðingsskapur kapítalista

Sanna kennir kapítalistum um slæma stöðu innflytjenda og sakar Strætó um spillt hugafar:

„Það er ekki tilviljun að staða láglaunafólks er ömurleg og staða leigjenda er ömurleg. Það er vegna þess að við höfum látið kapítalistana komast upp með að níðast á launafólki og leigufélögin og starfsmannaleigurnar níðast á leigjendum, við gáfum eftir vegna þess að við seldum okkur að það væri verið að djöflast á útlendingum sem hefðu það kannski ekkert betra í heimalandinu. En nú eru þessi níðingsskapur orðið normið á leigumarkaði og yfirgangur fyrirtækja á starfsfólki sínu er líka orðið normið. Starfsmannaleigur ná langt inn í opinber fyrirtæki. Strætó hefur leigt fólk sem starfsmannaleigur greiða lægstu laun og starfsmannaleigurnar ná svo peningum af með því að leigja því bedda í margra manna herbergi fyrir svívirðilegt verð. Félagslegar stofnanir eins og strætó er orðinn spilltur af þessu hugarfari sem sprettur af því að við slepptum kapítalistum og okrurum á fólk, töldum að við ættum ekki að verja það vegna þess að það væri ekki við.“

Aðlaga þurfi stofnanir

Sanna segir kerfið bregðast fólkinu og því þurfi að aðlaga kerfið:

„Auðvitað eru kynþáttafordómar og útlendingaandúð persónulegt vandamál margra. En við eigum núna að einbeita okkur að útlendingaandúð stofnana; hvernig kerfin okkar mismuna fólki kerfisbundið. Og þegar skoðuð er félagsleg staða innflytjenda er augljóst að kerfin okkar eru ekki bara að bregðast þessu fólki, þau vinna gegn þeim. Kerfin láta eins og þetta fólk sé ekki til, það eigi ekki skilið vernd okkar innan okkar samfélags vegna þess að aðstæður í þeirra heimalandi séu svona og svona.

Við verðum að stíga upp og aðlaga stofnanir okkar að því að fimmti hver launamaður er innflytjandi og áætla má að þeir séu meira en helmingur láglaunafólksins. Við verðum að aðlaga okkur að vandamálum dagsins. Og innflytjendur eru í stórkostlegum vanda, búa við vond kjör og ömurlega kúgun. Þau hafa enga aðstöðu til að aðlagast okkur og ættu aldrei að gera það, þau ættu aldrei að aðlagast þeirri kúgun sem þau búa við. Við eigum hins vegar að aðlaga okkar kerfi að stöðunni í dag, styrkja þau svo þau geti tjóðrað kapítalistana og okurleigufélögin og varið fólkið sem þessi skepna kúgar. Það er verkefni dagsins. Hvernig ætlum við að rísa upp og sinna helstu skyldu okkar; að standa upp og verja fólkið sem verið er að kúga?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna