fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Mótmæli við Austurvöll 1949 – Magnaðar myndir

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 6. september 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgerður Tryggvadóttir 1934 þegar hún var 18 ára.

Árið 1949 sam­þykkti rík­is­stjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar aðild Íslands að Norður-​​Atlantshafsbandalaginu. Ákvörð­unin var mjög umdeild á sínum tíma, og fjöldi manns safn­að­ist saman við Austurvöll þann 30. mars í mót­mæla­skyni. Eins og frægt er, kom til harð­vítugra átaka milli and­stæð­inga samn­ings­ins, lög­reglu og stuðn­ings­manna aðildar.

Greinin er birt með góðfúslegu leyfi Lemúrsins.

Valgerður Tryggvadóttir var þá 33 ára gömul og bjó við Tjarnargötu. Hún fylgd­ist með atburð­unum þennan dag og tók nokkrar magn­aðar ljós­myndir af fram­vindu mála.

Talið er að um 8–10 þúsund manns hafi verið á Austurvelli þennan dag. Átökin voru hörð og þeim lauk ekki fyrr en lög­reglan dreifði tára­gasi um þetta ann­ars frið­sæla torg í hjarta Reykjavíkur.

Skrif dag­blað­anna í kjöl­far atburð­anna bera glöggt vitni um and­stæð­urnar í íslenskum stjórn­mál á þeim tíma. Þjóðviljinn sagði að ákvörðun Alþingis hefði verið tekin „í skjóli ofbeldis og villimann­legra árása á frið­sama alþýðu“ og kall­aði þá sem sam­þykktu aðild að NATO Bandaríkjaleppa. Morgunblaðið spar­aði heldur ekki stóru orðin og sagði að „trylltur skríll hefði ráð­ist á Alþingi“.

Fjöldi fyrir framan Alþingi
Fólk er byrjað að safn­ast saman fyrir framan Alþingishúsið. Allar rúður á Alþingishúsinu eru enn heilar
Fólk flýr undan tára­gasi vestan við Alþingishúsið.
Fólki er farið að hitna í hamsi. Lögreglumenn reiða kylfur á loft. Gluggar Alþingishússins eru möl­brotnir eftir grjóthríð.
Fundur var hald­inn við gamla barnaskólann.
Fyrir framan Alþingi. Lögreglumenn eitt­hvað farnir að ókyrr­ast. Efst til hægri horfa erlendir ferða­menn á Hótel Borg yfir völlinn.
Lögreglumenn fylgj­ast með mannfjöldanum.
Lögreglumenn með gasgrímur standa vörð við Austurvöll eftir slaginn.

 

Höfundur: Arnaldur Grétarsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna