fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Snillingurinn Joni Mitchell

Egill Helgason
Miðvikudaginn 5. september 2018 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í viðtalinu sem ég átti við David Crosby í Silfri helgarinnar fór hann gríðarlega lofsamlegum orðum um Joni Mitchell, sagði að tónlist hennar myndi lifa. Samanburður er kannski vafasamur, en hann bar þau saman, hana og Bob Dylan, mærði þau bæði fyrir textagerðina, en sagði að Joni væri miklu betri tónlistarmaður.

Reyndar er Crosby ekki alveg óvilhallur, því sagt er að það hafi verið hann sem uppgötvaði Joni Mitchell á sínum tíma. Hann heyrði hana spila og syngja í klúbbi í Flórida. Hann sagðist hafa orðið fyrir eins konar opinberun. Bauð henni með sér til Kaliforníu. Hún varð fljótt hluti af gengi tónlistarmanna sem hélt aðallega til í kringum Laurel Canyon í Los Angeles – þar voru Crosby, Stills & Nash aðalgæjarnir. Joni átti í sambandi við tvo þeirra.

Joni Mitchell er frá Kanada,  ólst upp í sveitahéraðinu Saschatchewan. Maður býst kannski ekki við að svo ótrúlega þroskað og fágað hæfileikafólk komi frá slíkum stað, og sé næstum því tilbúið þegar það mætir í stórborgirnar með list sína, en Dylan ólst upp í ekki ólíku umhverfi, nyrst í Minnesota, í bæ sem heitir Duluth. Á báðum stöðum eru hrollkalt á vetrum. Joni varð fyrst fræg fyrir lögin sem hún söng með eigin gítarundirleik, það var þegar var að koma fram sú grein tónlistar sem í Ameríku kallast singer/songwriter. Joni var fremst í þeim flokki, sú sem allir báru ómælda virðingu fyrir.

Blue er hin klassíska plata frá því tímabili, með hinum innilegu textum sem byggja að miklu leyti á lífi hennar sjálfar. En Joni var eirðarlaus eins og oft er um alvöru listafólk. Hún kunni ekki að endurtaka sig. Færði sig lengra í átt til djasstónlistar og flóknari pælinga. Í seinni tíð hefur Joni haft mjög tvíbenta afstöðu til frægðarinnar; virkar ekki hamingjusöm, enda hefur hún átt við vanheilsu að stríða. Crosby sagðist ekki halda að hún myndi spila framar.

Hér er myndband þar sem Joni syngur eitt af stórkostlegustu lögum sínum. Þetta er frá tónleikaferð sem nefndist Shadows & Light og farin 1979. Meðspilararnir eru fáránlega góðir, þetta eru risar djasstónlistarinnar á síðustu áratugum 20. aldar. Jaco Pastorius. Michael Brecker, Lyle Mays og Pat Metheny. Undir lok lagsins tekur þessi frægi gítarleikari sóló. Joni sjálf þykir reyndar mjög liðtækur gítarleikari og fræg fyrir að stilla gítarinn á sinn eigin máta.

En hún er líka skáld, eins og má heyra í Amelia. Lagið er upprunalega á plötunni Hejra frá 1976. Hún er meistaraverk. Í textanum blandar hún saman lífi sínu og hugrenningum og örlögum Ameliu Earhart, flugkonunnar sem týndist í Kyrrahafinu 1937. Crosby er svo hrifinn af laginu að hann syngur það á nýjustu plötu sinni, Sky Trails.

A ghost of aviation
She was swallowed by the sky
Or by the sea, like me she had a dream to fly
Like Icarus ascending
On beautiful foolish arms
Amelia, it was just a false alarm
Maybe I’ve never really loved
I guess that is the truth
I’ve spent my whole life in clouds at icy altitude
And looking down on everything
I crashed into his arms
Amelia, it was just a false alarm
I pulled into the Cactus Tree Motel
To shower off the dust
And I slept on the strange pillows of my wanderlust
I dreamed of 747’s
Over geometric farms
Dreams, Amelia, dreams and false alarms

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna