fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Geir Jón segir lögreglu á endapunkti: „Löggæslan í landinu er að brenna“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. september 2018 10:49

Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir lögregluna vera komna á endapunkt, lögregluþjónum á höfuðborgarsvæðinu hafi fækkað frá byrjun árs 2007 og síðan þá hafi ástandið farið versnandi. Í viðtali í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun sagði hann að það væri ekkert að marka fullyrðingar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að aldrei hafi jafn miklum fjármunum verið varið til löggæslumála og nú, sú aukning á fjárheimildum færi til að rétta stöðuna af frá því árinu áður. Vandinn sé sá að það sé í höndum afbrotamanna en ekki lögreglu hversu mikið fjármagn þurfi til á hverju ári.

Hér má sjá súlurit dómsmálaráðuneytisins sýnir þróun heildarútgjalda til löggæslumála samkvæmt ríkisreikningi til 2017. 

Sjá einnig: Geir Jón sár út í Sigríði og Sjálfstæðisflokkinn

Geir Jón segir ástandið slæmt, þegar hann hóf störf í Reykjavík árið 1992 hafi verið 29 lögregluþjónar á vakt í Reykjavík og Mosfellsbæ, þar að auki hafi verið önnur embætti á höfuðborgarsvæðinu og rúmlega 30 lögregluþjónar í umferðardeild. Strax og embættin voru sameinuð í byrjun árs 2007 hafi verið skorið niður í mannskap og við hrunið hafi verið enn meira skorið niður. Sagði Geir Jón að í mótmælunum 2008 til 2010 hafi lögreglan þurft að setja á svið leikrit til að líta út fyrir að vera fleiri en þeir væru. Til að koma löggæslunni aftur í það horf sem hún var fyrir hrun þurfi eingreiðslu upp á 2 til 3 milljarða.

Hann segir lögregluna hafa setið eftir í góðærinu. „Það fengu stórir hópar í samfélaginu hækkun launa sinna afturvirkt ár aftur í tímann.  Þetta gerðist aldrei hjá lögreglunni. Okkur var sagt að grunnstoðir samfélagsins væru ákveðnir þættir, heilbrigðiskerfið, menntakerfið og löggæslukerfið, þetta þurfi að virka og okkur var sagt að þessir grunnþættir myndu fá viðbótin þegar aftur færi að rétta úr kútnum,“ segir Geir Jón. Hann segir að stjórnmálamönnum sé um að kenna. „Þeir sem ákvarða fjárheimildir eru Alþingismenn, þetta eru lög, fjárheimildir lögreglunnar eru fjárlög og þar er ekki gert það sem sagt var að átti að gera og nú horfum við upp á að löggæslan í landinu er að brenna. Ekki bara í Reykjavík, en þar þekki ég best til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG