fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Laugavegi og Bankastræti breytt í göngugötu allt árið

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 4. september 2018 17:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samþykkt var í borgarstjórn í dag að Laugavegi og Bankastræti, ásamt völdum götum í Kvosinni, yrði breytt í heilsárs göngugötur. Málið var samþykkt án mótatkvæða.

 

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Dagur B. Eggertsson greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni:

„Borgarstjórn samþykkir að fela umhverfis- skipulagssviði að gera tillögu að útfærslu Laugavegs og Bankastrætis sem göngugötur allt árið ásamt þeim götum í Kvosinni sem koma til greina sem göngugötur. Jafnframt verði sviðinu falið að útfæra endurhönnun umræddra göngusvæða með tilliti til öryggis og vellíðunar gangandi vegfarenda og vandaðrar borgarhönnunar. Algild hönnun með aðgengi fyrir alla verði höfð að leiðarljósi við útfærslu í góðu samráði við notendur og viðeigandi hagsmunasamtök. Ennfremur verði sviðinu falið að útfæra skilvirka og örugga vörulosun á göngugötum í samráði við verkefnastjórn miðborgar og hagsmunaaðila. Sviðið skili tillögum um göngugötur allt árið til skipulags- og samgönguráðs þegar útfærsla liggur fyrir.“

 

 

Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sem halda úti síðunni 101reykjavik.is, skrifuðu á Facebooksíðu sína í ágústmánuði opið bréf til borgarstjóra, um að lokanir gatna á Laugavegi væri „aðför að frelsinu“ en framkvæmdarstjóri samtakanna er Björn Jón Bragason:

„Aðför að frelsinu
Opið bréf til borgarstjóra.
Ég er fæddur frjáls maður í hjarta Reykjavíkur. Hér sleit ég barnsskónum og naut þess að byrja ungur að skoða lífið. Það var yndislegt að alast upp og hafa frelsi til leiks og athafna. Við börnin í gömlu Reykjavík nýttum okkur strax frelsi til að ferðast um og koma á nýja staði. Fljólega þekktum við allar götur og gangstéttir, króka, sund og kima. Frelsið er minni kynslóð í blóð borið. Reykjavík þróast fljótt í þá átt að bílar urðu sjálfsagðir í daglegu lífi. Ekki fara sögur af því að ökumönnum hafi verið meinaður aðgangur að götum bæjarins af neinu ráði. Utan tímabundnar tilraunar á Austurstræti og Laugaveginum fyrir mörgum árum. Sennilegt er að sú tilraun eigi sér rót í hugmyndum 68 kynslóðarinnar og hugmyndir blómabarna hennar um draumaland í fjarska.

Þróun síðustu ára er á miklum villigötum. Fleiri götur bætast við lokunarlista borgarstjórans. Nefna má: Pósthússtræti, Skólavörðustíg, Hafnarstræti og nú stendur ti að helsársloka Laugaveginum.

Andmælaréttur einstaklingsins felur í sér einn af hornsteinum lýðræðisins. Með þessari grein vil ég mótmæla því sem ég kalla aðför að einstaklingsfrelsi mínu og samborgara minna.
Ég neita að sætta mig við það valdboð meirihlutans í Reykjavík sem kemur fram í lokun gatna. Ég krefst þess að þær götur sem relulega eru lokaðar verði opnaðar fyrir allri umferð. Núverandi lokanir eru aðför að einstaklingsfrelsinu.“

Ekki náðist í Björn við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?