fbpx
Eyjan

Hinn rándýri braggi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 4. september 2018 10:14

Þessi braggasaga Reykjavíkurborgar er undarleg. Gerður er upp braggi í Nauthólsvík ásamt „skála og náðhusi“, eins og segir í frétt RÚV. Þetta hlýtur að teljast fáheyrður kostnaður við svona framkvæmdir. Hvernig voru vinnutímarnir? Hvaða efni voru notuð? Var eitthvað eftirlit?

Þórður Víkingur, sem starfar við verkfræðideild HR, og hefur fjallað talsvert um opinberar framkvæmdir – meðal annars í Silfrinu – skrifar um þetta:

Þessi framkvæmd var fjármögnuð af Reykvíkingum þ.e. Borgarsjóði. Kostnaðaráætlun mun hafa verið 148 milljónir en raunkostnaður 400 milljónir. Það er 270% framúrkeyrsla kostnaðar. Ef mig minnir rétt var áætlað að endurgerð framúr Hlemms (annað ljómandi vel heppnað mannvirki) kostaði borgarbúa 100 milljónir en kostaði í raun 300 milljónir eða nokkru meira hlutfallslega en Bragginn.

Þessar braggabyggingar eiga að hýsa meðal annars veitingastað sem selur hamborgara. Bar og bistró – fyrir háskólanema. Manni finnst afar ólíklegt að leigan muni telja eitthvað upp í 415 milljónirnar sem viðgerðin kostnaði. Í Mathöllinni við Hlemm er komið fordæmi fyrir að borginn leggi í rándýrar framkvæmdir til að síðan leigja veitingamönnum ódýrt pláss – að minnsta kosti sé miðað við tilkostnaðinn.

Það getur verið að þetta geri allt borgina skemmtilegri. En það er gríðarlegt offramboð af veitingasölu, eins og hefur verið rætt í fjölmiðlum síðustu daga, og langt í frá ástæða til að nota fé borgarinnar til að niðurgreiða hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Alvarlegar aðfinnslur gerðar á starfssemi Samgöngustofu: „Full þörf á að ljúka þessari vinnu“

Alvarlegar aðfinnslur gerðar á starfssemi Samgöngustofu: „Full þörf á að ljúka þessari vinnu“
Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða fríhöfnina í Leifsstöð

Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða fríhöfnina í Leifsstöð
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Leiguverð í Reykjavík hærra en í höfuðborgum nágrannalanda

Leiguverð í Reykjavík hærra en í höfuðborgum nágrannalanda
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta er dýrasti þingflokkurinn

Þetta er dýrasti þingflokkurinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hin endalausu Brexit-vandræði

Hin endalausu Brexit-vandræði