fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Makríllinn fer – enn ein hagsveiflan

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við búum í mjög sveiflukenndu hagkerfi Íslendingar. Það er reyndar vitað að þannig hegðar kapítalisminn sér, það eru hæðir og lægðir með einhverra ára millibili. En hagsveiflurnar á Íslandi hafa löngum verið miklu ýktari en í nágrannalöndunum.

Eftir hrunið 2008 horfðu margir Íslendingar til Norðurlandanna – við höfum um tíma talið okkur fremri þeim, líkt og við hefðum uppgötvað gullgerðarlistina – og hugsuðu: Mikið væri gott að hafa stöðugan efnahag eins og nágrannar okkar búa við.

Sumir höfuðu ekki háleitari hugsjónir en þetta – að við byggjum ekki lengur við hagkerfi sem væri eins og rússíbani.

Íslendingar komust fljótt og greiðlega út úr kreppunni. Á því eru nokkrar meginskýringar, en að hluta til voru þetta ytri áhrif. Þau fólust í mikilli fjölgun erlendra ferðamanna, snögglega varð ferðaþjónusta langstærsta atvinnugreinin, og svo tók fiskitegundin makríll að synda í áður óheyrðu magni upp að ströndum Íslands.

Nú er ferðaþjónustan í uppnámi, spár um fjölgun ferðamanna hafa ekki gengið eftir og flugfélögin íslensku þykja standa mjög tæpt. Verðmæti Icelandair fór hæst í tæpa 180 milljarða króna á hlutabréfamarkaði en hefur dotitð niður í 30 milljarða.

Og nú les maður fréttina sem birtist her að ofan á forsíðu Morgunblaðsins. Makríllinn sem var okkar annað bjargræði eftir hrunið er að hætta að koma til Íslands – heldur sig í Noregi.

Þá er væntanlega ekki langt í að íslensku pípulagningamennirnir, trésmiðirnir, læknarnir og hjúkrunarfólkið fari aftur þangað líka. Enn eins sveiflan er byrjuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn