fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Vænisýki af jaðri stjórnmálanna færð inn að miðju

Egill Helgason
Mánudaginn 27. ágúst 2018 17:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsendar greinar í Morgunblaðinu eru margvíslegar og það verður að segja eins og er að núorðið hefur Fréttablaðið vinninginn þegar greinar utan úr bæ eru annars vegar. Margir virðast vera ansi hikandi að senda greinar í Morgunblaðið, ólíkt því sem var á tíma Matthíasar og Styrmis þegar greinaskrif í Morgunblaðið blómstruðu.

Í dag birtist þó ansi góð grein í Mogganum. Hún kemur reyndar úr dálítið óvæntri átt, því höfundur hennar er Nína Khrúsjeva. Hún er háskólaprófessor í New York, stjórnmálafræðingur. Nikita Khrjúsov Sovétleiðtogi var langafi hennar, en vegna fjölskylduaðstæðna gekk gamli maðurinn henni reyndar í afa stað.

Khrjúsjeva skrifar um einræðisherra og drottnunargjarna stjórnmálamenn samtímans og tilhneigingu þeirra til að hamapa samsæriskenningum. Fyrst fjallar hún um Erdogan Tyrklandsforseta sem er á góðri leið með að rústa efnahag lands síns – en trúir því statt og stöðugt að hærri vextir auki verðbólgu. Hún segir að trúin á dellukenningar minni nokkuð á Trofim Lysenkó, en hann setti fram hugmyndir um erfðafræði sem Stalín lagði trúnað á, urðu að opinberri kreddu í Sovétríkjunum, og ollu geysilegum skaða.

Svo beinir Khrjúsjeva spjótum sínum að Donald Trump, segir meðal annars að hann hafi flutt vænisýki af jaðri stjórnmálanna að miðju þeirra:

Ef til vill er þó eng­inn núríkj­andi leiðtogi ginn­keypt­ari fyr­ir tor­ræðum vís­ind­um og hæpn­um sam­særis­kenn­ing­um en Banda­ríkja­for­set­inn drottn­un­ar­gjarni Don­ald Trump. Ekki má það falla í gleymsk­unn­ar dá að Trump pukraði sér inn í hringiðu banda­rískra stjórn­mála með því að hampa fæðing­arrök­um kynþátta­hyggju­fólks, þess efn­is að þáver­andi for­seti, Barack Obama, hefði ekki fæðst í Banda­ríkj­un­um og upp­fyllti því ekki hæfis­skil­yrði embætt­is­ins.

Vit­leys­an hef­ur ekk­ert nema ágerst síðan Trump sett­ist í Hvíta húsið. Fleiri en 20 færsl­ur hans á Twitter hafa fjallað um mögu­leg tengsl milli bólu­setn­inga og ein­hverfu. Þeim tengsl­um – sem runn­in eru und­an rifj­um fá­fengi­legs bresks lækn­is og fyrr­ver­andi Play­boy-leik­fé­laga – hef­ur vís­inda­sam­fé­lagið hafnað.

Enn frem­ur af­neit­ar Trump hvers kyns tengsl­um milli mann­legra gjörða og lofts­lags­breyt­inga, enn á ný í trássi við ráðandi niður­stöður vís­ind­anna. Gegn mót­mæl­um ótal hag­fræðinga full­yrðir hann að halli á vöru­skipt­um sé merki um efna­hags­leg­an veik­leika Banda­ríkj­anna. Alan Levin­ovitz, pró­fess­or í trú­ar­bragðafræðum við James Madi­son-há­skól­ann, seg­ir Trump beita há­stöf­um í tíst­um sín­um á sama hátt og skottu­lækn­ar og falstrú­boðar gerðu til að slá ryki í augu al­menn­ings fyrr á öld­um.

Óljóst verður að telja með öllu hvort Trump þekki mun­inn á sviknu og ósviknu. Hann virðist sann­færður um að al­rík­is­lög­regl­an FBI og fjöl­miðlar geri með sér sam­særi um að fella hann af stalli. Trump hef­ur flutt það sem sagn­fræðing­ur­inn Rich­ard Hofsta­dter lýsti sem „væn­i­sýk­is­stíl“ af jaðri banda­rískra stjórn­mála inn að miðpunkti þeirra. Ef til vill eru það sam­eig­in­leg áhrif þess­ar­ar væn­i­sýki sem fá Trump til að fikra sig nær Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta sem statt og stöðugt hef­ur látið í veðri vaka að uppi sé alþjóðlegt sam­særi um að svipta Rúss­land þeirri stór­veld­is­stöðu sem það verðskuldi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus