fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Hvað á að gera við allt verslunarhúsnæðið?

Egill Helgason
Sunnudaginn 26. ágúst 2018 20:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kominn heim frá sumardvöl í útlöndum tekur maður eftir einu og öðru.

Verðið á veitingahúsunum virðist hafa hækkað enn. Mér sýnist vera dýrara að fara út að borða en var snemma vors. Mörg veitingahúsin leggja ekki lengur í að birta verð á matseðlum eða skiltum sem eru utan á þeim.

Þetta hlýtur að koma til dæmis Bandaríkjamönnum sem hingað koma á mjög lágum flugfargjöldum talsvert í opna skjöldu. Þeir spara með fluginu – en það tapast allt ef þeir fá sér að borða og drekka.

Veitingahúsunum hefur líka fjölgað enn. Í fjölmiðlum var um daginn talað um algjöra mettun á þeim markaði.

Manni sýnist að túristabúðunum hafi fjölgað enn í Miðbænum, þ.e. á Skólavörðustíg og Laugavegi. Og það er líkt og ekkert þrífist á þessum götum nema ferðamannaverslanir. Bókabúðirnar eru að verða líkari minjagripabúðum. Eggert feldskeri er hættur á Skólavörðustígnum og komin túristabúð í staðinn.

Brátt bætist við heilmikið pláss undir verslanir og veitingahús á Hafnartorgi svokölluðu og á Hverfisgötu. Maður spyr hver eigi að nota allt þetta pláss? Verslunarrými í nýbyggðum húsum við Laugaveg stendur autt, til dæmis á svonefndum Hljómalindarreit og á Laugavegi 4-6. Þar beint á móti, á Laugavegi 3, er líka glæsilegt húsnæði sem stendur autt.

Einhvern tíma var talað um alls kyns lúxusverslanir sem yrðu starfræktar á Hafnartorgi, en það virkar ekki mjög sennilegt.

Hugsanlegt er að leiguverðið lækki eitthvað vegna þessa offramboðs. Maður hefur heyrt að verslunum sem starfa á Laugavegi standi nú jafnvel til boða að koma í ódýrari leigu á Hafnartorgi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun

Gulvestungar boða mótmæli fyrir utan Tryggingastofnun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“

Heimir illur og hneykslaður: „Ber þetta vott um skynsemi eða hálfvitagang?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“

Ragnar Þór segir ríkið stela af öldungum – Faðir hans vann alla ævi: „Hann er að fá úr kerfinu eftir skatt 141 þúsund krónur“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka

Laun bæjarfulltrúa í Kópavogi lækka