fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Eyjan

Illalág

Egill Helgason
Laugardaginn 25. ágúst 2018 17:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sól og blíða í dag – á mælikvarða okkar Íslendinga. Hitinn 13 gráður í Reykjavík og næstum logn. Sólin skín mjög skært, hún er aðeins farin að lækka á lofti – það verður að segjast eins og er að hann er svolítið glær þessi dagur. Við hittum Ameríkana á Skólavörðustígnum áðan, þau höfðu tekið flug frá Boston, vissu lítið um land og þjóð – og hrylltu sig yfir því hvað væri kalt hérna. Reyndar er það áberandi þróun í ferðamennskunni hér – að fólkið sem hingað kemur veit lítið sem ekkert hvar það er.

Í eðlilegu árferði finnst manni að ætti að vera allavega 2 gráðum hlýrra; þannig var það hin góðu veðurár frama af þessari öld.

En við búum auðvitað í landi sem er lengst í norðri og var lengi illbyggilegt sökum kulda. Að vera Íslendingur fyrir tíma hitaveitunnar var ekki auðvelt.

Hér er ljósmynd sem sýnir Reykjavík að vori eða snemmsumars. Við sjáum að enn er snjór í fjöllum. Jónína María Sveinbjarnardóttir setti hana inn á vefinn Gamlar ljósmyndir, það kemur ekki fram hvenær hún er tekin – en maður getur giskað á að það sé í kringum 1960. Hús í Lækjargötu sem brunnu 1967 standa enn. Styttan af Þorfinni Karlsefni stendur úti í hólmanum á litlu tjörninni – hún er nú á hæðinni upp við Hrafnistu. Við geinum að við norðurenda Tjarnarinnar stendur samkomuhúsið Gúttó enn, það var rifið 1968 og síðan hefur ekkert verið þar nema bílastæði fyrir þingmenn.

Við sjáum hvað Reykjavík er gróðursnauð þarna. Trén í Hljómskálagarðinum eru ekkert farin að vaxa að ráði. Það var oft mjög næðingssamt í gegnum garðinn. Mér var sagt að Jón Aðalsteinn Jónsson, ritstjóri Orðabókar Háskólans, sem átti leið um garðinn til og frá vinnu, hefði í gríni kallað þetta svæði Illulág sökum veðurfarsins.

En það batnaði til muna eftir að trjágróður óx og myndaðist skjól. Eitt það besta sem hefur gerst á minni ævi á Íslandi er að hér fór að vaxa skógur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum
Illalág

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“

Vilhjálmur: „Ég vona að launafólk fyrirgefi mér“
Eyjan
Í gær

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“

Minnihlutinn stormaði út: „Það er algert fundarofbeldi í borgarstjórn“
Eyjan
Í gær

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi

Verkalýðsforystan nýtur stuðnings frá Alþingi
Eyjan
Í gær

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“

Inga Sæland um Klaustursmálið: „Þetta var kjaftshögg og maður í rauninni vildi ekki trúa því að þeir væru að svíkja okkur“
Eyjan
Í gær

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“

Dugnaður Björns Leví sagður skaðlegur: „Vanhugsaðar lýðskrumstillögur“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“

Vilhjálmur sótillur og rauk af sáttafundi: „Ég gat ekki setið þarna inni leng­ur“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“

Krónan braut verkferla um matarsóun: „Þetta stingur í hjartað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna

Þórólfur hyggst sækja um forstjórastöðuna