fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Isavia gerir samning um hönnun Keflavíkurflugvallar

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 24. ágúst 2018 19:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar Isavia og 12 verkfræði- og arkitektastofa, bæði innlendra og erlendra, undirrituðu í dag rammasamning um hönnun og ráðgjöf fyrir verklegar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Stofurnar sem um ræðir eru:

Avro, Foster and Partners, KPF, Kælitækni, Lota, Mannvit, Norconsult, Optimum, Teikn, THG, Verkís og VSÓ Ráðgjöf.

Helstu hönnunarverkefni sem ráðgerð eru á samningstíma rammasamningsins felast í hugmyndavinnu, hönnun og skýrslugerð fyrir mannvirki og kerfi á skipulagssvæði Keflavíkurflugvallar. Um er að ræða ýmsar breytingar á Flugstöð Leifs Eiríkssonar, nýbyggingar á flugvallarsvæði og endurskipulagningu eða endurhönnun á núverandi byggingum á svæðinu. Samningurinn gildir í þrjú ár með heimild til framlengingar og er boðinn út samkvæmt reglugerð 340/2018 um samningskaup að undangenginni útboðsauglýsingu. Áætlað verðmæti samningsins er á bilinu tveir til fjórir milljarðar króna næstu þrjú árin.

Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Isavia:

„Við erum virkilega ánægð með útkomu þessa útboðs og hlökkum til samstarfsins við þessa 12 verkfræði- og arkitektastofur. Það er einnig ánægjulegt að sjá að stór hluti þeirra eru starfandi hér á Íslandi sem sýnir hversu öflugur þessi geiri er orðinn. Þessar framkvæmdir eru með þeim stærstu sem lagt hefur verið í hér á landi og er uppbygging og stækkun Keflavíkurflugvallar að okkar mati afar mikilvæg til að stuðla að auknum efnahagslegum vexti hagkerfisins og samfélagsins í heild. Gangi áætlanir eftir munu byggingar í fyrsta fasa framkvæmdanna verða teknar í notkun í áföngum á árunum 2019 til 2021.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“