fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Eyjan

Brynjar Níelsson: „Nú um stundir þykir ekkert tiltökumál að koma fram opinberlega og saka mann og annan um hvers kyns brot eða óviðeigandi hegðun“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. ágúst 2018 13:57

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun birti DV frétt um að Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur, hefði á fundi með Agnesi Sigurðardóttur biskupi, viðurkennt barnaníð. Var þolandinn einnig viðstaddur. Agnes biskup staðfesti í viðtali við DV að fundurinn hafi átt sér stað og Þórir viðurkennt brot sitt frammi fyrir þolandanum.

Um hádegisbil birti Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eftirfarandi færslu á Facebook:

„Nú um stundir þykir ekkert tiltökumál að koma fram opinberlega og saka mann og annan um hvers kyns brot eða óviðeigandi hegðun, sem áttu að vera framin fyrir árum eða áratugum síðan og með því tvístra fjölskyldum og eyðileggja líf manna. Kærur til lögreglu með tilheyrandi rannsókn þar sem sakborningar geta varið sig og hugsanlega sannað sakleysi sitt, er alger óþarfi. Dómstóll götunnar lætur reglur réttarríkisins ekki trufla sig og sakfellir umsvifalaust og jafnvel þá sem hafa verið sýknaðir fyrir dómi.

Fjölmiðlar, sem trúa að þeir séu á vegum almennings og sérstakir verndarar lýðræðis og réttarríkisins, stíga ekki niður fæti, heldur þvert á móti og leggja rauðan dregil fyrir þá sem koma fram með ásakanir af þessu tagi. Fjölmiðlamenn eru eins og hverjar aðrar klappstýrur í þessu ofstæki. Stjórnmálamenn þegja þunnu hljóði, að minnsta kosti þeir sem er umhugað um endurkjör. Lítið heyrist í lögmannastéttinni, sem í sögulegu ljósi hafa verið helstu talsmenn réttarríkisins. Og ekki heyrist boffs í þessari háskólaakademíu, sem virðist vera á svipuðu róli og fjölmiðlar. Ég ráðlegg þeim sem vilja halda starfi sínu og jafnvel huga að starfsframa að læka ekki þessa færslu.“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, spyr í athugasemdarkerfinu eftir dæmum og skammar Brynjar fyrir að „dylgja“ þar sem hann tali í myndlíkingum:

Því svarar Brynjar:

„Ertu viss um hvað orðið dylgjur merkja, Þórhildur Sunna? Gott dæmi um dylgjur er þegar þingmaður segir annan nafngreindan þingmann grunaðan um auðgunarbrot án þess að nokkur rannsókn eða kærur hafi komið fram um slíkt. Ef formaður laganefndar Evrópuráðsins er svona illa að sér um það sem er að gerast í fjölmiðlum er ekki von á góðu með þá ágætu nefnd.

Þú manst auðvitað ekkert eftir máli Gunnars Þorsteinssonar eða biskupsins fyrrverandi. Og örugglega ekki eftir nýlegu dæmi um landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu. Svo allar yfirlýsingar hinna og þessara í fjölmiðlum næstum daglega án þess að nöfn eru tilgreind en hægt að auðkenna. Hvar hefurðu alið manninn Þórhildur? Ertu alveg föst í Strassborg?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug

Undirrita samninga við Neos-flugfélagið um leiguflug
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón