fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Frábær blaðamennska má sín lítils

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. ágúst 2018 23:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsíða tímaritsins Time þessa viku er stórkostleg. Hreint listaverk í blaðaútgáfu. Hún er eftir teiknarann Tim O’Brien. Þetta er reyndar þriðja forsíðan í röð – eins og sjá má hér að neðan.

Þær eru allar innan úr skrifstofu forsetans. Á þeirri fyrstu stendur að það sé ekkert að sjá, númer tvö sýnir öldugang og stormviðri, á þeirri þriðju svamlar forsetinn til að halda sér á floti og á miðja síðuna er letrað In Deep – Djúpt sokkinn.

En þetta er svolítið eins og að prédíka fyrir hina innvígðu. Valdatíð Trumps hefur að sumu leyti styrkt fjölmiðla í Bandaríkjunum. Gert þá gagnrýnni, hert þá í að gegna hlutverki sínu. En Trump er enginn venjulegur forseti og stuðningurinn við hann er ekki eins og við fyrri forseta. Stuðningsliðið álítur að hver atlaga frá dómsvaldinu og fjölmiðlum sé partur af einhvers konar samsæri – það verður bara óbilgjarnara í átrúnaði sínum á forsetann.

Spár um að brátt verði hann ákærður og þá verði honum komið frá völdum hljóma eins og síbylja – eins og ævintýrið fræga Úlfur úlfur. Frábær blaðamennska sem afhjúpar lygar og birtir staðreyndir – það er eins og að stökkva vatni á gæs, svo notuð sé önnur líking úr dýraríkinu. Við lifum líka á tíma samskiptamiðla sem spúa út úr sér hatri og gera notendunum kleift að snúa út úr öllu.

Því Trump á eftir að sitja sín fjögur ár – og kannski lengur. Og Ameríka verður enn klofnari og heiftin og hatrið magnast. Ofbeldið sem kraumar undir í bandarísku samfélagi er skelfilegt. Nixon þurfti að segja af sér vegna þess að hann var hrappur sjálfur og umkringdur svikahröppum og skúrkum. En lögmálin sem þá tíðkuðust gilda ekki lengur. Trump fer ekki þótt hann verði borinn út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“